Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2014 11:11 Svæði II í Blöndu Veiðin á svæði I í Blöndu er búin að vera mjög fín í sumar og veiðimenn voru þess vegna spenntir að sjá hvenær laxinn mætti á efri svæðin. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Lax-Á er laxinn mættur bæði á svæði II og III. Það er þess vegna alls ekki ósennilegt að lax sé kominn á IV líka. Gunnar Másson var við veiðar á efri svæðunum og setti í 6 laxa en landaði þremur sem voru allt vænir tveggja ára laxar allt að 92 sm langir. Svæði II hefur verið lítið stundað en engu að síður er það eitt fallegasta svæðið í ánni. Þarna eru fallegar breiður og ljúfir strengir sem allir geta haldið laxi. Það sem helst hefur dregið úr áhuga veiðimanna er hvað svæðið er stórt og ekki alltaf vel merkt en hjá Lax-Á má fá upplýsingar um helstu staði og aðkomu að þeim. Einnig skrifaði Steini Hafþórs leiðsögumaður flotta lýsingu sem líklega er hægt að fá hjá Lax-Á. Svæði III hefur verið vinsælla og sum árin gefið mjög góða veiði, eins á svæði IV. Eitthvað er af lausum dögum á svæðunum en veiðin þar í sumar gæti litið mjög vel út miðað við flotta veiði á svæði I. Stangveiði Mest lesið Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði
Veiðin á svæði I í Blöndu er búin að vera mjög fín í sumar og veiðimenn voru þess vegna spenntir að sjá hvenær laxinn mætti á efri svæðin. Samkvæmt fréttum frá leigutakanum Lax-Á er laxinn mættur bæði á svæði II og III. Það er þess vegna alls ekki ósennilegt að lax sé kominn á IV líka. Gunnar Másson var við veiðar á efri svæðunum og setti í 6 laxa en landaði þremur sem voru allt vænir tveggja ára laxar allt að 92 sm langir. Svæði II hefur verið lítið stundað en engu að síður er það eitt fallegasta svæðið í ánni. Þarna eru fallegar breiður og ljúfir strengir sem allir geta haldið laxi. Það sem helst hefur dregið úr áhuga veiðimanna er hvað svæðið er stórt og ekki alltaf vel merkt en hjá Lax-Á má fá upplýsingar um helstu staði og aðkomu að þeim. Einnig skrifaði Steini Hafþórs leiðsögumaður flotta lýsingu sem líklega er hægt að fá hjá Lax-Á. Svæði III hefur verið vinsælla og sum árin gefið mjög góða veiði, eins á svæði IV. Eitthvað er af lausum dögum á svæðunum en veiðin þar í sumar gæti litið mjög vel út miðað við flotta veiði á svæði I.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði