Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 19:12 Frábær veiði úr Sléttuhlíðarvatni Mynd: Valþór Söring Jónsson Sléttuhlíðarvatn er ekki beinlínis í alfaraleið en veiðivonin í vatninu er það góð að það er vel þess virði að taka krók á ferðalaginu og kíkja í vatnið. Vatnið er inní Veiðikortinu svo korthafar þurfa eingöngu að tilkynna sig við komu og skrá aflann sem oft á tíðum getur verið mjög góður. Á vef Veiðikortsins er frétt af Valþóri Söring Jónssyni sem var við veiðar ásamt félögum sínum þann 29. maí og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðu þeir feyknagóða veiði eða 46 fiska á aðeins þremur tímum. Þeir voru aftur á ferðinni 31. maí og fengu þá 41 fisk. Mikið af urriða er í vatninu og stöku bleikja og þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki mjög stór, eða 1-2 pund að jafnaði þó stærri séu inn á milli, er þetta mjög góður matfiskur. Veiðivonin í vatninu er mjög góð og vatnið þess vegna tilvalið fyrir fjölskylduna því flestir fá eitthvað á færið sem reyna fyrir sér. Best veiðist á litlar straumflugur og púpur en séu veiðimenn að nota spinnera hefur "Lippann" alltaf reynst veiðimönnum við vatnið happadrjúg. Stangveiði Mest lesið Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Góður dagur í Eystri Rangá Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði
Sléttuhlíðarvatn er ekki beinlínis í alfaraleið en veiðivonin í vatninu er það góð að það er vel þess virði að taka krók á ferðalaginu og kíkja í vatnið. Vatnið er inní Veiðikortinu svo korthafar þurfa eingöngu að tilkynna sig við komu og skrá aflann sem oft á tíðum getur verið mjög góður. Á vef Veiðikortsins er frétt af Valþóri Söring Jónssyni sem var við veiðar ásamt félögum sínum þann 29. maí og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðu þeir feyknagóða veiði eða 46 fiska á aðeins þremur tímum. Þeir voru aftur á ferðinni 31. maí og fengu þá 41 fisk. Mikið af urriða er í vatninu og stöku bleikja og þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki mjög stór, eða 1-2 pund að jafnaði þó stærri séu inn á milli, er þetta mjög góður matfiskur. Veiðivonin í vatninu er mjög góð og vatnið þess vegna tilvalið fyrir fjölskylduna því flestir fá eitthvað á færið sem reyna fyrir sér. Best veiðist á litlar straumflugur og púpur en séu veiðimenn að nota spinnera hefur "Lippann" alltaf reynst veiðimönnum við vatnið happadrjúg.
Stangveiði Mest lesið Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Góður dagur í Eystri Rangá Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði