Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2014 17:23 Erlendur veiðimaður með fallegan lax úr Blöndu Nýjar veiðitölur detta inn á miðvikudagskvöldum á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og það er gaman að fylgjast með því hvernig gengur í ánum. Þessi byrjun í ár er þó heldur róleg, sérstaklega á Suðvestur- og Vesturlandi þrátt fyrir að snemmgengnir laxar hafi látið sjá sig í mörgum ánum. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að Blanda trónir á toppnum, ekki bara hvað varðar fjölda heldur einnig veiði pr stöng en aðeins er veitt á 4 stangir þar eins og er. Kjarrá opnaði vel í vikunni en eftir því var tekið að lítið af laxinum var lúsugur og rólegt er yfir veiðinni í Brennunni og sömu sögu er að segja af hinum bakkanum en Straumarnir eru ekki ennþá farnir í gang. Haffjarðará opnaði í vikunni ásamt Fnjóská og á morgun hefst veiði í Laxá í Kjós, Elliðaánum, Ytri Rangá og nokkrum ám til viðbótar svo tímabilið fer að komast í fullan gang. Stór straumur er eftir viku og það er yfirleitt í kringum fyrsta strauminn sem stóru smálaxagöngurnar mæta og þá fara tölurnar hratt upp. Tölurnar eru fengnar af vef Landssambandi Veiðifélaga www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda18. 6. 20148842611Þverá + Kjarará18. 6. 201462143373Norðurá18. 6. 201461123351Haffjarðará18. 6. 20141762158Laxá í Leirársveit18. 6. 2014241006 Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði
Nýjar veiðitölur detta inn á miðvikudagskvöldum á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og það er gaman að fylgjast með því hvernig gengur í ánum. Þessi byrjun í ár er þó heldur róleg, sérstaklega á Suðvestur- og Vesturlandi þrátt fyrir að snemmgengnir laxar hafi látið sjá sig í mörgum ánum. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að Blanda trónir á toppnum, ekki bara hvað varðar fjölda heldur einnig veiði pr stöng en aðeins er veitt á 4 stangir þar eins og er. Kjarrá opnaði vel í vikunni en eftir því var tekið að lítið af laxinum var lúsugur og rólegt er yfir veiðinni í Brennunni og sömu sögu er að segja af hinum bakkanum en Straumarnir eru ekki ennþá farnir í gang. Haffjarðará opnaði í vikunni ásamt Fnjóská og á morgun hefst veiði í Laxá í Kjós, Elliðaánum, Ytri Rangá og nokkrum ám til viðbótar svo tímabilið fer að komast í fullan gang. Stór straumur er eftir viku og það er yfirleitt í kringum fyrsta strauminn sem stóru smálaxagöngurnar mæta og þá fara tölurnar hratt upp. Tölurnar eru fengnar af vef Landssambandi Veiðifélaga www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda18. 6. 20148842611Þverá + Kjarará18. 6. 201462143373Norðurá18. 6. 201461123351Haffjarðará18. 6. 20141762158Laxá í Leirársveit18. 6. 2014241006
Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði