Laxinn mættur í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2014 20:14 Það hefur verið greint frá því að þegar hafi sést til laxa í Laxá í Kjós, Flekkudalsá og líklega má gera ráð fyrir því að einhverjir laxar séu komnir víðar en í dag fréttist af löxum í Norðurá. Það var vefurinn Vötn og Veiði sem greindi frá því að lax hafi sést á Stokkhylsbrotinu og sýndist mönnum hann vera um 10 pundin. Snemmgengnir laxar sjást yfirleitt árlega í Kjósinni og í Norðurá og það er lítið hægt að spá í snemmbúnar göngur þótt einn og einn fiskur gangi í ánna þetta snemma en vonandi er þetta þó fyrirboði um góðar göngur í sumar. Veiðileyfasalan hefur verið góð hjá flestum veiðileyfasölum og víða eru aðeins örfáar stangir eftir í sumum ánum t.d. í Laxá í Kjós og Grímsá sem eru hjá Hreggnasa. Hjá SVFR er staðan sú að uppselt er í Hítará fyrir utan örfáar stangir í september og salan í Langá er einnig mjög góð en örfáar stangir eru lausar í ágúst en einhverjar fleiri í september sem er frábær tími í ánni. Erlendir veiðimenn eru að miklu leiti komnir til baka í Íslensku árnar þó nokkuð vanti uppá að salan sé sú sama og þegar mest var en öll aukning er jákvæð og góð fyrir ferðaþjónustuna því samhliða því að versla veiðileyfi í ánum kaupa þessir veiðimenn þjónustu og vörur í landinu. Stangveiði Mest lesið Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Veiði Flott veiði í Hólsá og Ármóti Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær Veiði Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði
Það hefur verið greint frá því að þegar hafi sést til laxa í Laxá í Kjós, Flekkudalsá og líklega má gera ráð fyrir því að einhverjir laxar séu komnir víðar en í dag fréttist af löxum í Norðurá. Það var vefurinn Vötn og Veiði sem greindi frá því að lax hafi sést á Stokkhylsbrotinu og sýndist mönnum hann vera um 10 pundin. Snemmgengnir laxar sjást yfirleitt árlega í Kjósinni og í Norðurá og það er lítið hægt að spá í snemmbúnar göngur þótt einn og einn fiskur gangi í ánna þetta snemma en vonandi er þetta þó fyrirboði um góðar göngur í sumar. Veiðileyfasalan hefur verið góð hjá flestum veiðileyfasölum og víða eru aðeins örfáar stangir eftir í sumum ánum t.d. í Laxá í Kjós og Grímsá sem eru hjá Hreggnasa. Hjá SVFR er staðan sú að uppselt er í Hítará fyrir utan örfáar stangir í september og salan í Langá er einnig mjög góð en örfáar stangir eru lausar í ágúst en einhverjar fleiri í september sem er frábær tími í ánni. Erlendir veiðimenn eru að miklu leiti komnir til baka í Íslensku árnar þó nokkuð vanti uppá að salan sé sú sama og þegar mest var en öll aukning er jákvæð og góð fyrir ferðaþjónustuna því samhliða því að versla veiðileyfi í ánum kaupa þessir veiðimenn þjónustu og vörur í landinu.
Stangveiði Mest lesið Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Veiði Flott veiði í Hólsá og Ármóti Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær Veiði Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði