Flestar bleikjurnar í Varmá mjög vænar Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2014 16:52 Nuno með fyrstu bleikjuna úr Varmá í sumar og það eru fleiri svona í ánni samkvæmt fréttum veiðimanna Mynd: www.svfr.is Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið. Það er einmitt tíminn sem getur verið bestur í bleikjuna sem lifir í læknum. Sjóbirtingurinn er að mestu eða öllu leiti farinn úr miðjum maí nema litlir geldfiskar en þess í stað er vert að reyna við stóru bleikjurnar. Fyrir fáum dögum var mikið af bleikju í Stöðvarhylnum og mest af henni rígvæn. Þeir veiðimenn sem þá stóðu vaktina fengu fjórar bleikjur en misstu fleiri og þær sem náðust á land voru flestar 4 pund slétt en þó var ein sem náði líklega 6 pundum. Allar tóku þær litlar púpur andstreymis með töku vara og voru tökurnar frekar grannar. Bleikjunum var öllum sleppt aftur nema einni. Vatnaveiðin er í góðum gangi núna og fínar fréttir að berast frá Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni, Úlfljótsvatni, Selvallavatni og víðar. Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði
Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið. Það er einmitt tíminn sem getur verið bestur í bleikjuna sem lifir í læknum. Sjóbirtingurinn er að mestu eða öllu leiti farinn úr miðjum maí nema litlir geldfiskar en þess í stað er vert að reyna við stóru bleikjurnar. Fyrir fáum dögum var mikið af bleikju í Stöðvarhylnum og mest af henni rígvæn. Þeir veiðimenn sem þá stóðu vaktina fengu fjórar bleikjur en misstu fleiri og þær sem náðust á land voru flestar 4 pund slétt en þó var ein sem náði líklega 6 pundum. Allar tóku þær litlar púpur andstreymis með töku vara og voru tökurnar frekar grannar. Bleikjunum var öllum sleppt aftur nema einni. Vatnaveiðin er í góðum gangi núna og fínar fréttir að berast frá Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni, Úlfljótsvatni, Selvallavatni og víðar.
Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði