Vatnaveiðin að komast í góðan gír Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2014 21:36 Veiðin í Hópinu er byrjuð. Hér er bleikja sem veiddist í vatninu í fyrra. Mynd: KL Vötnin eru hvert af öðru að komast í gang og það verður ekki annað sagt en að vötnin komi vel undan vetri því flestar fréttir sem berast af bökkum vatnana eru góðar fréttir. Veiðimenn sem við höfum fréttir af gerðu góða veiði í Sauðlauksvatni sem er í nágrenni Patreksfjarðar og var fiskurinn bæði vænn og í góðu tökustuði en menn voru að fá allt að 20 fiska eftir daginn og stærstu fiskarnir í aflanum voru um 4 pund en mest 2-3 pund sem þykir gott á alla mælikvarða. Veiðin í Gíslholtsvatni í Holtum hefur einnig farið ágætlega af stað en veiðin þar er að öllu jöfnu mjög góð þó mest sé um minni bleikju að ræða en stöku urriði sem veiðist getur þó náð ágætri stærð. Vífilstaðavatn hefur líka verið ágætt en veiðilukkan er þó að gera nokkurn mannamun við vatnið því á þeim dögum sem veiðimenn hafa fjölmennt við vatnið verða flestir lítið varir en svo inn á milli eru veiðimenn sem gera fína veiði. Gott dæmi um þetta er af veiðimönnum sem voru við vatnið fyrir nokkrum dögum, fjórir saman, en aðeins einn þeirra veiddi vel þrátt fyrir að stutt væri á milli þeirra. Alls náðu þessir fjórir menn saman 14 bleikjum og þar af veiddi sá veiðnasti af þeim 11 stk. Samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu er Hraunsfjörðurinn kominn í gang og er talað um að mikið af bleikju sé í hraunkantinum austan meginn í vatninu en hún er afar erfið viðureignar og frekar stygg. Sé réttum aðferðum beitt má gera fína veiði í vatninu á þessum tíma. Hópið er sömuleiðis farið að gefa einhverja veiði en ágætis tími er framundan í vatninu eða fram að miðjum júní. Þá er mest af bleikjunni farin aftur til sjávar en sjóbleikjan byrjar svo að ganga aftur í vatnið upp úr miðjum júlí. Stangveiði Mest lesið Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði Vænar bleikjur að veiðast á Þingvöllum Veiði
Vötnin eru hvert af öðru að komast í gang og það verður ekki annað sagt en að vötnin komi vel undan vetri því flestar fréttir sem berast af bökkum vatnana eru góðar fréttir. Veiðimenn sem við höfum fréttir af gerðu góða veiði í Sauðlauksvatni sem er í nágrenni Patreksfjarðar og var fiskurinn bæði vænn og í góðu tökustuði en menn voru að fá allt að 20 fiska eftir daginn og stærstu fiskarnir í aflanum voru um 4 pund en mest 2-3 pund sem þykir gott á alla mælikvarða. Veiðin í Gíslholtsvatni í Holtum hefur einnig farið ágætlega af stað en veiðin þar er að öllu jöfnu mjög góð þó mest sé um minni bleikju að ræða en stöku urriði sem veiðist getur þó náð ágætri stærð. Vífilstaðavatn hefur líka verið ágætt en veiðilukkan er þó að gera nokkurn mannamun við vatnið því á þeim dögum sem veiðimenn hafa fjölmennt við vatnið verða flestir lítið varir en svo inn á milli eru veiðimenn sem gera fína veiði. Gott dæmi um þetta er af veiðimönnum sem voru við vatnið fyrir nokkrum dögum, fjórir saman, en aðeins einn þeirra veiddi vel þrátt fyrir að stutt væri á milli þeirra. Alls náðu þessir fjórir menn saman 14 bleikjum og þar af veiddi sá veiðnasti af þeim 11 stk. Samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu er Hraunsfjörðurinn kominn í gang og er talað um að mikið af bleikju sé í hraunkantinum austan meginn í vatninu en hún er afar erfið viðureignar og frekar stygg. Sé réttum aðferðum beitt má gera fína veiði í vatninu á þessum tíma. Hópið er sömuleiðis farið að gefa einhverja veiði en ágætis tími er framundan í vatninu eða fram að miðjum júní. Þá er mest af bleikjunni farin aftur til sjávar en sjóbleikjan byrjar svo að ganga aftur í vatnið upp úr miðjum júlí.
Stangveiði Mest lesið Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði Vænar bleikjur að veiðast á Þingvöllum Veiði