Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2014 13:39 Flottar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af bestu silungsvötnum landsins og hefur verið eftirsótt af veiðimönnum í fjöldamörg ár. Veiðin í vatninu frá opnun hefur verið ágæt en dæmi eru um að veiðimenn séu með allt að 10 bleikjur eftir daginn. Fyrir nokkrum árum síðan var erfitt að komast að í vatninu nema bóka með góðum fyrirvara og eins vera í einhverju af þeim félögum sem eiga leyfi í vatnið. Það virðist vera aðeins rýmra um veiðimenn í dag og eitthvað af leyfum eru óseld sem opnar á möguleikann fyrir þá sem eiga eftir að prófa þetta skemmtilega vatn að ná sér í leyfi og kynnast Hlíðarvatni. Yfirlit yfir lausa daga má t.d. finna á www.veida.is og eins og sjá má á listanum eru dagar lausir á víð og dreif í sumar. Þeir sem veiða mikið í vatninu eru ekki alltaf sammála um hvaða tími sé bestur en frá miðjum maí út júní þykir að jafnaði góður tími. Bleikjan í vatninu þykir sérstaklega bragðgóð. Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Bleikjan fer að vaka Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði
Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af bestu silungsvötnum landsins og hefur verið eftirsótt af veiðimönnum í fjöldamörg ár. Veiðin í vatninu frá opnun hefur verið ágæt en dæmi eru um að veiðimenn séu með allt að 10 bleikjur eftir daginn. Fyrir nokkrum árum síðan var erfitt að komast að í vatninu nema bóka með góðum fyrirvara og eins vera í einhverju af þeim félögum sem eiga leyfi í vatnið. Það virðist vera aðeins rýmra um veiðimenn í dag og eitthvað af leyfum eru óseld sem opnar á möguleikann fyrir þá sem eiga eftir að prófa þetta skemmtilega vatn að ná sér í leyfi og kynnast Hlíðarvatni. Yfirlit yfir lausa daga má t.d. finna á www.veida.is og eins og sjá má á listanum eru dagar lausir á víð og dreif í sumar. Þeir sem veiða mikið í vatninu eru ekki alltaf sammála um hvaða tími sé bestur en frá miðjum maí út júní þykir að jafnaði góður tími. Bleikjan í vatninu þykir sérstaklega bragðgóð.
Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Bleikjan fer að vaka Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði