75 ára afmælisfagnaður SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2014 01:20 Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður 75 ára laugardaginn 17. maí nk. og af því tilefni verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði næstu vikur. Veislan hefst með Veiðikvöldi í dalnum á þriðjudagskvöld þar sem urriðaveiðin í Laxá í Mývatnssveit verður kynnt. Yfirlit yfir dagskrána er nú aðgengilegt á vef SVFR og því vissara að grípa dagbókina og færa inn þær uppákomur sem hugurinn girnist. Rétt er að vekja athygli á því að síðasta opna hús vetrarins verður föstudagskvöldið 9. maí í Rafveituheimilinu og verður mikið um dýrðir. Þriðjudaginn 29. Apríl: Veiðikvöld í dalnum, SVFR í Elliðaárdal kl. 20Miðvikudagur 30.apríl: Hnýtingarkvöld í dalnum, SVFR í Elliðaárdal kl. 20.Föstudaginn 9. maí: Opið hús, Rafveituheimilinu í Elliðaárdal kl. 20Mánudaginn 12. maí: Kastnámskeið fyrir SVFR-konur hefst, í Elliðaárdal kl. 20.Þriðjudaginn 13. maí: frh. Kastnámskeið fyrir SVFR- konur, í Vífilsstaðavatni 20Laugardaginn 17. maí: Afmælisveisla SVFR – kl. 13-16 í Elliðaárdal Enginn félagsmaður SVFR ætti að láta sig vanta í 75 ára afmælisveislu félagsins. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar, dregið verður í veiðileyfa-happdrætti þar sem félaganúmer þeirra sem greitt hafa félagsgjöldin gildir sem miði. Kastkeppni fer fram á flötinni við höfuðstöðvar SVFR, fluguhnýtingarmeistarar sýna snilli sýna og gefa góð ráð, boðið verður upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi, farið verður í ratleik og loks mun Ásgeir Heiðar leiða gesti í fróðlegri göngu meðfram Elliðaánum. Veiði og vatn verður þar í aðalhlutverki eins og gefur að skilja. Stangveiði Mest lesið Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Fín veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður 75 ára laugardaginn 17. maí nk. og af því tilefni verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði næstu vikur. Veislan hefst með Veiðikvöldi í dalnum á þriðjudagskvöld þar sem urriðaveiðin í Laxá í Mývatnssveit verður kynnt. Yfirlit yfir dagskrána er nú aðgengilegt á vef SVFR og því vissara að grípa dagbókina og færa inn þær uppákomur sem hugurinn girnist. Rétt er að vekja athygli á því að síðasta opna hús vetrarins verður föstudagskvöldið 9. maí í Rafveituheimilinu og verður mikið um dýrðir. Þriðjudaginn 29. Apríl: Veiðikvöld í dalnum, SVFR í Elliðaárdal kl. 20Miðvikudagur 30.apríl: Hnýtingarkvöld í dalnum, SVFR í Elliðaárdal kl. 20.Föstudaginn 9. maí: Opið hús, Rafveituheimilinu í Elliðaárdal kl. 20Mánudaginn 12. maí: Kastnámskeið fyrir SVFR-konur hefst, í Elliðaárdal kl. 20.Þriðjudaginn 13. maí: frh. Kastnámskeið fyrir SVFR- konur, í Vífilsstaðavatni 20Laugardaginn 17. maí: Afmælisveisla SVFR – kl. 13-16 í Elliðaárdal Enginn félagsmaður SVFR ætti að láta sig vanta í 75 ára afmælisveislu félagsins. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar, dregið verður í veiðileyfa-happdrætti þar sem félaganúmer þeirra sem greitt hafa félagsgjöldin gildir sem miði. Kastkeppni fer fram á flötinni við höfuðstöðvar SVFR, fluguhnýtingarmeistarar sýna snilli sýna og gefa góð ráð, boðið verður upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi, farið verður í ratleik og loks mun Ásgeir Heiðar leiða gesti í fróðlegri göngu meðfram Elliðaánum. Veiði og vatn verður þar í aðalhlutverki eins og gefur að skilja.
Stangveiði Mest lesið Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Fín veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði