Glæsileg voropnun í Húseyjakvísl Karl Lúðvíksson skrifar 6. apríl 2014 20:16 Hörður Birgir Hafsteinsson með 80 sm sjóbirting úr Húseyjakvísl Mynd frá Mokveiðifélaginu Húseyjakvísl í Skagafirði opnaði 1. apríl eins og aðrar sjóbirtingsár og opnunin þar er síst glæsilegri en í þekktari ánum á suðausturlandi. Félagsskapur sem kallar sig Mokveiðifélagið, þrátt fyrir að sleppa svo til öllu sem þeir veiða, opnaði ánna og það verður ekki annað sagt en að veiðin hafi verið sérlega glæsileg hjá þeim félögum. Alls komu 42 sjóbirtingar á land, slatti af hoplaxi og mikið af urriða af öllum stærðum og gerðum sem voru ekki taldir með í aflanum. Stærsti sjóbirtingurinn sem náðist á land var um 80 sm langur en Sævar Örn Hafsteinsson missti fisk sem þeir telja að hafi verið stærri. Mesta veiðin var við þau skilyrði þegar snjóbráð náði í ánna, vatns- og lofthiti hækkaði en þá var oft mikið líf í öllum hyljum sem voru kannaðir. Núverandi leigutaki hefur gert gríðarlega gott átak í því að öllum fiski sé sleppt aftur í ánna að lokinni viðureign og það sýnir sig best á hækkandi veiðitölum í sjóbirting og laxi að sú friðun er að skila tilætluðum árangri. Það getur því verið veisla fyrir þá sem eiga daga framundan í Húseyjakvísl enda þeir 42 birtingar sem tóku flugur Mokveiðimanna í opnun ennþá syndandi um í ánni. Frekari upplýsingar um veiðiferðina er inná vef félaganna www.veidimenn.com. Stangveiði Mest lesið Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði
Húseyjakvísl í Skagafirði opnaði 1. apríl eins og aðrar sjóbirtingsár og opnunin þar er síst glæsilegri en í þekktari ánum á suðausturlandi. Félagsskapur sem kallar sig Mokveiðifélagið, þrátt fyrir að sleppa svo til öllu sem þeir veiða, opnaði ánna og það verður ekki annað sagt en að veiðin hafi verið sérlega glæsileg hjá þeim félögum. Alls komu 42 sjóbirtingar á land, slatti af hoplaxi og mikið af urriða af öllum stærðum og gerðum sem voru ekki taldir með í aflanum. Stærsti sjóbirtingurinn sem náðist á land var um 80 sm langur en Sævar Örn Hafsteinsson missti fisk sem þeir telja að hafi verið stærri. Mesta veiðin var við þau skilyrði þegar snjóbráð náði í ánna, vatns- og lofthiti hækkaði en þá var oft mikið líf í öllum hyljum sem voru kannaðir. Núverandi leigutaki hefur gert gríðarlega gott átak í því að öllum fiski sé sleppt aftur í ánna að lokinni viðureign og það sýnir sig best á hækkandi veiðitölum í sjóbirting og laxi að sú friðun er að skila tilætluðum árangri. Það getur því verið veisla fyrir þá sem eiga daga framundan í Húseyjakvísl enda þeir 42 birtingar sem tóku flugur Mokveiðimanna í opnun ennþá syndandi um í ánni. Frekari upplýsingar um veiðiferðina er inná vef félaganna www.veidimenn.com.
Stangveiði Mest lesið Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði