Sport

Stelpurnar byrjuðu á sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hóf í gær keppni í 2. deild HM en mótið fer fram hér á landi.

Stelpurnar höfðu betur gegn Tyrkjum í fyrsta leik, 3-2. Sarah Shantz-Smiley og Anna Ágústsdóttir komu Íslandi yfir en Tyrkir jöfnuðu með tveimur mörkum snemma í þriðja leikhluta.

Steinunn Sigurgeirsdóttir skoraði svo sigurmark Íslands þegar rúmar átta mínútur voru eftir.

Ísland var þó mun sterkari aðilinn í leiknum en Sera Dogramaci átti stórleik í marki Tyrkja og varði 35 skot. Guðlaug Þorsteinsdóttir þurfi aðeins að verja tólf skot í marki Íslands.

Fyrr um daginn vann Spánn sigur á Belgíu, 5-0, og Króatía hafði betur gegn Slóveníu, 3-2. Ísland mætir Slóvenum í næsta leik klukkan 20.00 í kvöld en allir leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.