Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 11. mars 2014 12:05 Mynd: www.svfr.is Sogið hefur lengi átt stórann hóp aðdáenda og margir veiðimenn telja sumrinu ekki rétt varið ef það er ekki tekinn einn túr í Sogið. Áin er breið, vatnsmikil og er feiknaskemmtileg að veiða. Í henni er lax og væn bleikja sem oft getur synt í kringum veiðimanninn í tugatali án þess að líta við flugu, en hún getur líka verið í þannig gír að hún er á í hverju kasti. Bíldsfellið hefur síðustu ár verið gífurlega vinsælt, stundum er svo mikið sótt í það að það þarf að draga úr umsóknum til að fá úr því skorið hver fær leyfi og hver ekki. Á sama tíma er mikið af lausum dögum á neðsta svæðinu sem kennt er við Alviðru. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað vinsældir þessa svæðis hafa dalað því ekki er hægt að kenna fiskleysi þar um. Allur sá lax sem veiðist á Bíldsfelli, Syðri Brú og Ásgarði þarf að fara þarna í gegn og geta göngurnar oft verið mjög stórar. Verð veiðileyfa á besta tíma er ekki nema 23.900 og þarna er fínt veiðihús skammt frá bestu stöðunum, en það er aldrei langt að fara á neinn stað þarna. Af hverju skildi þetta svæði ekki vera vinsælla? Eitt árið var veiðin léleg í Soginu og einhverra hluta vegna slökust á Alviðru, árið eftir sóttu færri um daga þarna og síðan hefur þetta undið upp á sig og er svo komið að sumarið er sáralítið bókað. Núna þegar leyfin eru ódýr má klárlega gera góð kaup í að taka 2-3 daga saman á besta göngutímanum og gefa sér tíma til að læra á staðina. Sogið er nefnilega þannig að það þarf að gefa því tíma en það verðlaunar líka þolinmæðina afskaplega vel. Vonandi verður meiri ásókn þarna þegar nær dregur sumri því svæðið nær alveg heljartökum á manni þegar þú kemst í takt við það. Stangveiði Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði
Sogið hefur lengi átt stórann hóp aðdáenda og margir veiðimenn telja sumrinu ekki rétt varið ef það er ekki tekinn einn túr í Sogið. Áin er breið, vatnsmikil og er feiknaskemmtileg að veiða. Í henni er lax og væn bleikja sem oft getur synt í kringum veiðimanninn í tugatali án þess að líta við flugu, en hún getur líka verið í þannig gír að hún er á í hverju kasti. Bíldsfellið hefur síðustu ár verið gífurlega vinsælt, stundum er svo mikið sótt í það að það þarf að draga úr umsóknum til að fá úr því skorið hver fær leyfi og hver ekki. Á sama tíma er mikið af lausum dögum á neðsta svæðinu sem kennt er við Alviðru. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað vinsældir þessa svæðis hafa dalað því ekki er hægt að kenna fiskleysi þar um. Allur sá lax sem veiðist á Bíldsfelli, Syðri Brú og Ásgarði þarf að fara þarna í gegn og geta göngurnar oft verið mjög stórar. Verð veiðileyfa á besta tíma er ekki nema 23.900 og þarna er fínt veiðihús skammt frá bestu stöðunum, en það er aldrei langt að fara á neinn stað þarna. Af hverju skildi þetta svæði ekki vera vinsælla? Eitt árið var veiðin léleg í Soginu og einhverra hluta vegna slökust á Alviðru, árið eftir sóttu færri um daga þarna og síðan hefur þetta undið upp á sig og er svo komið að sumarið er sáralítið bókað. Núna þegar leyfin eru ódýr má klárlega gera góð kaup í að taka 2-3 daga saman á besta göngutímanum og gefa sér tíma til að læra á staðina. Sogið er nefnilega þannig að það þarf að gefa því tíma en það verðlaunar líka þolinmæðina afskaplega vel. Vonandi verður meiri ásókn þarna þegar nær dregur sumri því svæðið nær alveg heljartökum á manni þegar þú kemst í takt við það.
Stangveiði Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði