Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. mars 2014 08:26 Rosberg fagnar sigrinum Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. Jenson Button sagði eftir keppnina „Ég er ánægður, við leiðum keppni bílasmiða. Þó ekki vegna þess að við erum með fjótasta bílinn, heldur vegna þess að við erum með þokkalega góðan bíl en komum báðum bílum til loka“ Kimi Raikkonen sagði „ Við áttum í við einhver vandamál að stríða“ spurður að því hvort Ferrari væri ánægt með að koma báðum bílum til loka keppninnar sagði hann „Við getum ekki verið ánægðir með það, því við erum ekki nógu framarlega“Keppnin hófst með dramatíksum hætti. Max Chilton komst ekki af stað og þegar seinna startið fór fram komst liðsfélagi hans Jules Bianchi ekki af stað. Báðir luku þó keppni eftir að hefja hana á þjónustusvæðinu. Kamui Kobayashi á Caterham læsti dekkjunum í fyrstu beygju og tók Felipe Massa með sér og lauk þar með keppni þeirra beggja. Felipe Massa sakaði Kobayashi um háskaakstur. Rosberg náði forystunni á fyrsta hring og lét hana raunar aldrei af hendi. Hann leiðir því keppni heimsmeistarakeppni ökumanna. Lewis hamilton á Mercedes var skipað að hætta á öðrum hring. Hann kom ekki inn, þá var honum sagt að halda áfram keppninni.Hann hætti svo á fjórða hring. Hann sagðist ekki vonsvikinn með daginn, heldur vongóður eftir að hafa séð hvað bíllinn getur. Sebastian Vettel hætti á fimmta hring. Hann hafði þá kvartað frá upphafi keppninnar um að bíllinn hefði engann kraft. Hann sagði í talstöðina að þetta væri fáránlegt. Hann er greinilega ekki ánægður með áreiðanleika bílsins. Valtteri Bottas á Williams rakst á vegg og komst á þjónstusvæðið og út aftur á 11 hring, eftir að hafa átt mjög góða keppni. Hann átti mjög góðan dag þrátt fyrir það óhapp. Eftir að hafa hafið keppni í 15. sæti lauk hann keppni í 6. sæti. Sem er hughreystandi fyrir Williams liðið, sem virðist vera með mjög góðan bíl. Massa í mölinni eftir árekstur við KobayashiVísir/GettyÖryggisbíllinn kom út á hring 12 eftir atvik Bottas, það þurfti að sækja felgubrot frá honum. Margir nýttu tækifærið og tóku snemmbúið þjónustuhlé. Öryggisbíllinn fór inn eftir 15. hring. Þá hafði Kimi Raikkonen tapað tvemur sætum. Raikkonen átti ekki góðan dag, hann var iðinn við að læsa dekkjunum og virtist ekki ná sér á strik. Marcus Ericsson datt út úr keppninni á 29. hring eftir skipun frá Caterham liðinu um að slökkva á vélinni. Pastor Maldonado stöðvaði bílinn á hring 32 sökum bilunar í rafkerfinu sem snýr túrbínunni. Á hring 45 lauk keppni Lotus þegar Romain Grosjean komst ekki lengra vegna bilunnar. Ricciardo brosir breitt á verðlaunapallinumVísir/GettyStaðan var því þessi eftir 58 hringi: 1. Nico Rosberg Mercedes - 25 stig 2. Daniel Ricciardo - Red Bull - 18 stig 3. Kevin Magnussen - McLaren - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Fernando Alonso - Ferrari - 10 stig 6. Valtteri Bottas - Williams - 8 stig 7. Nico Hulkenberg - Force India - 6 stig 8. Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig 9. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10. Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Adrian Sutil - Sauber 13. Esteban Gutierrez - Sauber 14. Max Chilton - Marussia - síðasti ökumaðurinn sem lauk keppninni formlega 15. Jules Bianchi - Marussia - var of langt fyrir aftan til að teljast hafa lokið keppni 16. Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki 17. Pastor Maldonado - Lotus - kláraði ekki 18. Marcus Ericsson - Caterham - kláraði ekki 19. Sebastian Vettel - Red Bull - kláraði ekki 20. Lewis Hamilton - Mercedes - kláraði ekki 21. Felipe Massa - Williams - kláraði ekki 22 Kamui Kobayashi - Caterham - kláraði ekki Formúla Tengdar fréttir Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. Jenson Button sagði eftir keppnina „Ég er ánægður, við leiðum keppni bílasmiða. Þó ekki vegna þess að við erum með fjótasta bílinn, heldur vegna þess að við erum með þokkalega góðan bíl en komum báðum bílum til loka“ Kimi Raikkonen sagði „ Við áttum í við einhver vandamál að stríða“ spurður að því hvort Ferrari væri ánægt með að koma báðum bílum til loka keppninnar sagði hann „Við getum ekki verið ánægðir með það, því við erum ekki nógu framarlega“Keppnin hófst með dramatíksum hætti. Max Chilton komst ekki af stað og þegar seinna startið fór fram komst liðsfélagi hans Jules Bianchi ekki af stað. Báðir luku þó keppni eftir að hefja hana á þjónustusvæðinu. Kamui Kobayashi á Caterham læsti dekkjunum í fyrstu beygju og tók Felipe Massa með sér og lauk þar með keppni þeirra beggja. Felipe Massa sakaði Kobayashi um háskaakstur. Rosberg náði forystunni á fyrsta hring og lét hana raunar aldrei af hendi. Hann leiðir því keppni heimsmeistarakeppni ökumanna. Lewis hamilton á Mercedes var skipað að hætta á öðrum hring. Hann kom ekki inn, þá var honum sagt að halda áfram keppninni.Hann hætti svo á fjórða hring. Hann sagðist ekki vonsvikinn með daginn, heldur vongóður eftir að hafa séð hvað bíllinn getur. Sebastian Vettel hætti á fimmta hring. Hann hafði þá kvartað frá upphafi keppninnar um að bíllinn hefði engann kraft. Hann sagði í talstöðina að þetta væri fáránlegt. Hann er greinilega ekki ánægður með áreiðanleika bílsins. Valtteri Bottas á Williams rakst á vegg og komst á þjónstusvæðið og út aftur á 11 hring, eftir að hafa átt mjög góða keppni. Hann átti mjög góðan dag þrátt fyrir það óhapp. Eftir að hafa hafið keppni í 15. sæti lauk hann keppni í 6. sæti. Sem er hughreystandi fyrir Williams liðið, sem virðist vera með mjög góðan bíl. Massa í mölinni eftir árekstur við KobayashiVísir/GettyÖryggisbíllinn kom út á hring 12 eftir atvik Bottas, það þurfti að sækja felgubrot frá honum. Margir nýttu tækifærið og tóku snemmbúið þjónustuhlé. Öryggisbíllinn fór inn eftir 15. hring. Þá hafði Kimi Raikkonen tapað tvemur sætum. Raikkonen átti ekki góðan dag, hann var iðinn við að læsa dekkjunum og virtist ekki ná sér á strik. Marcus Ericsson datt út úr keppninni á 29. hring eftir skipun frá Caterham liðinu um að slökkva á vélinni. Pastor Maldonado stöðvaði bílinn á hring 32 sökum bilunar í rafkerfinu sem snýr túrbínunni. Á hring 45 lauk keppni Lotus þegar Romain Grosjean komst ekki lengra vegna bilunnar. Ricciardo brosir breitt á verðlaunapallinumVísir/GettyStaðan var því þessi eftir 58 hringi: 1. Nico Rosberg Mercedes - 25 stig 2. Daniel Ricciardo - Red Bull - 18 stig 3. Kevin Magnussen - McLaren - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Fernando Alonso - Ferrari - 10 stig 6. Valtteri Bottas - Williams - 8 stig 7. Nico Hulkenberg - Force India - 6 stig 8. Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig 9. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10. Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Adrian Sutil - Sauber 13. Esteban Gutierrez - Sauber 14. Max Chilton - Marussia - síðasti ökumaðurinn sem lauk keppninni formlega 15. Jules Bianchi - Marussia - var of langt fyrir aftan til að teljast hafa lokið keppni 16. Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki 17. Pastor Maldonado - Lotus - kláraði ekki 18. Marcus Ericsson - Caterham - kláraði ekki 19. Sebastian Vettel - Red Bull - kláraði ekki 20. Lewis Hamilton - Mercedes - kláraði ekki 21. Felipe Massa - Williams - kláraði ekki 22 Kamui Kobayashi - Caterham - kláraði ekki
Formúla Tengdar fréttir Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28