Hreindýrakvótinn aukinn Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2014 15:48 Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá í fyrra. vilhelm Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins. Í fyrra var það reyndar svo að erfitt reyndist að ná öllum kvótanum sökum ótíðar. „Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða alls 657 kýr og 620 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu eftir helgi,“ segir á ust.is: „Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda.“ Veiðitímabilið stendur frá 1. ágúst til 15. september en þó getur Umhverfisstofnun leyft veiðar á törfum frá 15. júlí sem og lengt veiðitímabil kúa til 20. september. Veturgamlir tarfar eru friðaðir og miðast því tarfaveiði við tveggja vetra og eldri tarfa. Þá er óheimilt er að veiða kálfa eins og verið hefur undanfarin ár. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins. Í fyrra var það reyndar svo að erfitt reyndist að ná öllum kvótanum sökum ótíðar. „Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða alls 657 kýr og 620 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu eftir helgi,“ segir á ust.is: „Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda.“ Veiðitímabilið stendur frá 1. ágúst til 15. september en þó getur Umhverfisstofnun leyft veiðar á törfum frá 15. júlí sem og lengt veiðitímabil kúa til 20. september. Veturgamlir tarfar eru friðaðir og miðast því tarfaveiði við tveggja vetra og eldri tarfa. Þá er óheimilt er að veiða kálfa eins og verið hefur undanfarin ár.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði