Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2014 11:18 Hrafn með flottann sjóbirting úr Varmá Þessa dagana er sjóbirtingsveiðin að komast í gang en nokkuð stór hópur veiðimanna sneiðir framhjá laxveiði til að einbeita sér að sjóbirtingnum. Það er mikil og góð sjóbirtingsveiði víða á Íslandi og þær ár sem mætti nefna nálægt Reykjavík sem eiga ágæta stofna eru t.d. Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Korpa og svo auðvitað litla perlan í Hveragerði, Varmá, en hún hefur lengi notið mikilla vinsælda og það ekki að ósekju því í hyljum hennar liggja stórir fiskar. Hrafn Hauksson fór í Varmá í gær og gerði fantaveiði, hann skrapp eftir hádegi og setti í 12 fiska en náði 5 á land. Þeir sem komu á land voru 50-73 cm og þeir sem hann missti voru á því bili líka, nema einn sem hann missti sem hann telur að hafi verið mun stærri. Mikið líf í öllum hyljum, hann varð var við fiska á öllum stöðum nema 3 hyljum sem hann kastaði í.Sérstaklega var þetta gott þegar fór að dimma, stór Kolskeggur og það varð allt vitlaust þegar hann fór útí. Hann setti í 4 á síðasta hálftímanum náði einum 66cm en missti hina. Allir fiskarnir voru hrikalega vel haldnir, spikfeitir og sérstaklega þessi stærsti. Menn eru að sjá mikið af fiski á efri svæðunum í ánni, í kringum Frost og Funa og í kringum golfvöllinn. Þannig að það virðist vera nóg af fiski í ánni. Stangveiði Mest lesið Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði
Þessa dagana er sjóbirtingsveiðin að komast í gang en nokkuð stór hópur veiðimanna sneiðir framhjá laxveiði til að einbeita sér að sjóbirtingnum. Það er mikil og góð sjóbirtingsveiði víða á Íslandi og þær ár sem mætti nefna nálægt Reykjavík sem eiga ágæta stofna eru t.d. Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Korpa og svo auðvitað litla perlan í Hveragerði, Varmá, en hún hefur lengi notið mikilla vinsælda og það ekki að ósekju því í hyljum hennar liggja stórir fiskar. Hrafn Hauksson fór í Varmá í gær og gerði fantaveiði, hann skrapp eftir hádegi og setti í 12 fiska en náði 5 á land. Þeir sem komu á land voru 50-73 cm og þeir sem hann missti voru á því bili líka, nema einn sem hann missti sem hann telur að hafi verið mun stærri. Mikið líf í öllum hyljum, hann varð var við fiska á öllum stöðum nema 3 hyljum sem hann kastaði í.Sérstaklega var þetta gott þegar fór að dimma, stór Kolskeggur og það varð allt vitlaust þegar hann fór útí. Hann setti í 4 á síðasta hálftímanum náði einum 66cm en missti hina. Allir fiskarnir voru hrikalega vel haldnir, spikfeitir og sérstaklega þessi stærsti. Menn eru að sjá mikið af fiski á efri svæðunum í ánni, í kringum Frost og Funa og í kringum golfvöllinn. Þannig að það virðist vera nóg af fiski í ánni.
Stangveiði Mest lesið Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Veiði Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði