Vötnin í Svínadal á leið í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 30. október 2014 17:43 Vötnin í Svínadal hafa lengi verið ágætlega stunduð af veiðimönnum en þó hefur aðsóknin minnkað nokkuð síðustu tvö sumur en á því kann að verða breyting. Veiðifélag Laxár í Leirársveit sendi nýlega frá sér tilkynningu um að leitað verði tilboða í vötnin þrjú í Hvalfjarðarsveit, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Ásamt vötnunum fylgir Selós og Þverá sem rennur á milli vatnana en í henni er oft lax sem gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit. Veiðitímabilið sem er boðið út er 2015-2017. Í vötnunum er annars bæði urriði og bleikja og oft í miklu magni en heldur smá. Inná milli má svo oft setja í stóra urriða og þá sérstaklega í Eyrarvatni en að veiða í vatninu á sumarkvöldum þegar stóru urriðarnir koma inná grynningarnar í ætisleit. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bjóða og hversu mikið verður boðið í veiðiréttinn en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 20. nóvember. Lítið hefur annars frést af öðrum útboðum en líklegt er að einhverjar hreyfingar verði í ánum áður en veturinn er úti. Stangveiði Mest lesið Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Vötnin í Svínadal hafa lengi verið ágætlega stunduð af veiðimönnum en þó hefur aðsóknin minnkað nokkuð síðustu tvö sumur en á því kann að verða breyting. Veiðifélag Laxár í Leirársveit sendi nýlega frá sér tilkynningu um að leitað verði tilboða í vötnin þrjú í Hvalfjarðarsveit, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Ásamt vötnunum fylgir Selós og Þverá sem rennur á milli vatnana en í henni er oft lax sem gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit. Veiðitímabilið sem er boðið út er 2015-2017. Í vötnunum er annars bæði urriði og bleikja og oft í miklu magni en heldur smá. Inná milli má svo oft setja í stóra urriða og þá sérstaklega í Eyrarvatni en að veiða í vatninu á sumarkvöldum þegar stóru urriðarnir koma inná grynningarnar í ætisleit. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bjóða og hversu mikið verður boðið í veiðiréttinn en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 20. nóvember. Lítið hefur annars frést af öðrum útboðum en líklegt er að einhverjar hreyfingar verði í ánum áður en veturinn er úti.
Stangveiði Mest lesið Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði