Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Kristján Hjálmarsson skrifar 8. maí 2013 14:12 Unglingur að veiðum. Töluverður áhugi hefur verið á flugukastnámskeiðum unglinga á Akureyri. Mynd/Heimasíða SVAK Í tilefni af 10 ára afmæli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) ætlar félagið að bjóða 10. bekkingum í öllum grunnskólum Akureyrar uppá frítt fluguveiðinámskeið í júnímánuði. Eitt af markmiðum félagsins er að efla áhuga barna og unglinga á stangveiði. "Námskeiðin eru hluti af því að styrkja unglingastarfið hjá okkur. Við höfum verið með svona unglinganámskeið í nokkur ár, annaðhvort sjálfir eða í samstarfi við aðra," segir Sævar Örn Hafsteinsson, varaformaður SVAK. Að sögn Sævars taka unglingarnir ágætlega í námskeiðin. "Eins og gefur að skilja eru það hins vegar foreldrarnir sem taka verst í þetta, það er að þarna sé komið enn eitt áhugamálið hjá unglingnum sem á kannski fyrir snjóbretti, trommusett eða eitthvað álíka," segir Sævar og hlær. "Annars hafa þessi námskeið fengið góða viðtöku og áhuginn fyrir þeim er mikill. Það veitir ekkert af að fá nýliðun inn í þessa blessuðu stétt." Átta námskeið standa unglingunum til boða og hefst það fyrsta þann 1. júní næstkomandi. Meðal kennara eru Erlendur Steinar og Pálmi Gunnarsson. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu SVAK. Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Í tilefni af 10 ára afmæli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) ætlar félagið að bjóða 10. bekkingum í öllum grunnskólum Akureyrar uppá frítt fluguveiðinámskeið í júnímánuði. Eitt af markmiðum félagsins er að efla áhuga barna og unglinga á stangveiði. "Námskeiðin eru hluti af því að styrkja unglingastarfið hjá okkur. Við höfum verið með svona unglinganámskeið í nokkur ár, annaðhvort sjálfir eða í samstarfi við aðra," segir Sævar Örn Hafsteinsson, varaformaður SVAK. Að sögn Sævars taka unglingarnir ágætlega í námskeiðin. "Eins og gefur að skilja eru það hins vegar foreldrarnir sem taka verst í þetta, það er að þarna sé komið enn eitt áhugamálið hjá unglingnum sem á kannski fyrir snjóbretti, trommusett eða eitthvað álíka," segir Sævar og hlær. "Annars hafa þessi námskeið fengið góða viðtöku og áhuginn fyrir þeim er mikill. Það veitir ekkert af að fá nýliðun inn í þessa blessuðu stétt." Átta námskeið standa unglingunum til boða og hefst það fyrsta þann 1. júní næstkomandi. Meðal kennara eru Erlendur Steinar og Pálmi Gunnarsson. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu SVAK.
Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði