Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Kristján Hjálmarsson skrifar 3. apríl 2013 12:00 Tungufljót verður meðal annars tekið fyrir á fræðslukvöldi SVFR í kvöld. Mynd/Þorsteinn E. Sæmundsson Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið. Fræðslukvöld helgað sjóbirtingnum verður haldið í húsakynnum félagsins við Rafstöðvarveg í kvöld og verður sérstaklega horft til veiðisvæðanna í Tungufljóti og Varmá/Þorleifslæk. Húsið opnar klukkan 19.30, að því er segir á vef SVFR. Á föstudaginn kemur verður Bjarni Höskulds, slökkviliðsstjóri í Þingeyjarsveit, á opnu húsi SVFR. Bjarni er staðarhaldari á urriðasvæðunum norðan heiða í Laxárdal og Mývatnssveit og ætlar hann að gera svæðin að umfjöllunarefni sínu. Hrafn Ágústsson verður Bjarna innan handar en hann er "ástríðu þurrfluguveiðimaður og hefur stundað urriðaveiði frá unga aldri," að því er segir á vef SVFR. Þá mun Hilmar Hansson nýjustu vörurnar í Veiðiflugum ásamt því að segja frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Veiðiflugur munu sjá um vinninga í Happahylnum. Opna húsið verður haldið í sal Lögreglufélagsins, Brautarholti 30, og opnar húsið kl. 20.00. Stangveiði Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár Veiði Vorveiði leyndarmálið Veiði Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði
Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið. Fræðslukvöld helgað sjóbirtingnum verður haldið í húsakynnum félagsins við Rafstöðvarveg í kvöld og verður sérstaklega horft til veiðisvæðanna í Tungufljóti og Varmá/Þorleifslæk. Húsið opnar klukkan 19.30, að því er segir á vef SVFR. Á föstudaginn kemur verður Bjarni Höskulds, slökkviliðsstjóri í Þingeyjarsveit, á opnu húsi SVFR. Bjarni er staðarhaldari á urriðasvæðunum norðan heiða í Laxárdal og Mývatnssveit og ætlar hann að gera svæðin að umfjöllunarefni sínu. Hrafn Ágústsson verður Bjarna innan handar en hann er "ástríðu þurrfluguveiðimaður og hefur stundað urriðaveiði frá unga aldri," að því er segir á vef SVFR. Þá mun Hilmar Hansson nýjustu vörurnar í Veiðiflugum ásamt því að segja frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Veiðiflugur munu sjá um vinninga í Happahylnum. Opna húsið verður haldið í sal Lögreglufélagsins, Brautarholti 30, og opnar húsið kl. 20.00.
Stangveiði Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár Veiði Vorveiði leyndarmálið Veiði Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði