Gunni Helga fékk lax! Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 07:28 Gunni með langþráðan laxinn. Fyrirsögn er sérkennileg í ljósi þess að leikarinn Gunnar Helgason er með þekktari veiðimönnum landsins og hefur gert fjölda þátta um laxveiði ásamt tvíburabróður sínum Ásmundi Helgasyni. En, hér er engu logið, Gunnar birti fagnandi mynd á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru þar sem hann greinir frá þessu, og svo mikið varð honum um að hann ákvað að bregða fyrir sig enskunni: „Finally...after one year, eleven months and 25 days of nothing I got a salmon. Sunray!“ Fréttablaðið hafði samband við veiðimanninn knáa sem féllst á að segja nánar af þessu. Í símskeytastíl „Ók, Breiðdalsá. Einarshylur. Sunrey Shadow. Stutt barátta við stuttan fisk með langri stöng.“ Síðasti lax fyrir þennan var 25 punda, sem Gunnar setti í við veiðar í Aðaldal. „Ég hef bara verið að jafna mig á því síðan. En hef nú fundið hungrið aftur og langar í meira. Breiðdalsá er í þvílíku uppáhaldi hjá mér og erfitt að hætta veiðinni. Helst vildi ég taka svona tíu daga í beit en það er víst ekki í boði.“ Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði
Fyrirsögn er sérkennileg í ljósi þess að leikarinn Gunnar Helgason er með þekktari veiðimönnum landsins og hefur gert fjölda þátta um laxveiði ásamt tvíburabróður sínum Ásmundi Helgasyni. En, hér er engu logið, Gunnar birti fagnandi mynd á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru þar sem hann greinir frá þessu, og svo mikið varð honum um að hann ákvað að bregða fyrir sig enskunni: „Finally...after one year, eleven months and 25 days of nothing I got a salmon. Sunray!“ Fréttablaðið hafði samband við veiðimanninn knáa sem féllst á að segja nánar af þessu. Í símskeytastíl „Ók, Breiðdalsá. Einarshylur. Sunrey Shadow. Stutt barátta við stuttan fisk með langri stöng.“ Síðasti lax fyrir þennan var 25 punda, sem Gunnar setti í við veiðar í Aðaldal. „Ég hef bara verið að jafna mig á því síðan. En hef nú fundið hungrið aftur og langar í meira. Breiðdalsá er í þvílíku uppáhaldi hjá mér og erfitt að hætta veiðinni. Helst vildi ég taka svona tíu daga í beit en það er víst ekki í boði.“
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Þrír á land í Langá á fyrsta degi Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði