Frelsið er yndislegt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. október 2013 07:00 Guð er ekki til. Því hef ég trúað í einlægni frá því ég var um tvítugt. Áður en ég komst á þá skoðun var ég að vísu ekki sannkristinn, þannig séð, en ég útilokaði ekki neitt. Í fyrstu var ég tregur til að skrá mig úr þjóðkirkjunni en lét að lokum verða af því fyrir um áratug síðan. Mér fannst ég vera að bregðast ömmu gömlu sem hafði gefið mér fallega biblíu þegar ég fermdist, svíkja sóknarprestinn frænda minn sem er með skemmtilegri mönnum, og gera lítið úr öllum þeim frábæru sumrum sem ég eyddi í sumarbúðum KFUM. Úrskráningin reyndist með öllu sársaukalaus og enn hef ég ekki snúist á sveif með skrattanum þó ég telji guðlast vera hina ágætustu dægradvöl. Það veitir mér svipaða ánægju og það að stríða stuðningsmönnum KR og aðdáendum U2, sem gætu reyndar flokkast undir sértrúarsöfnuði ef út í það er farið. Þetta ristir þó ekki sérlega djúpt og meira að segja þekki ég kristinn KR-ing sem er mér mjög kær (U2-aðdáendur eru hins vegar upp til hópa vont fólk). Nú beini ég orðum mínum ekki til kristinna. Þeir halda bara áfram að vera í stuði og hlusta á Creed á leiðinni á Hátíð vonar. Ég vil frekar tala til trúleysingjanna sem eru enn í þjóðkirkjunni. Misræmið milli fjölda skráðra og þeirra sem raunverulega trúa er óþolandi. Bæði gefur það kirkjunni mjög ósanngjarnt forskot gagnvart öðrum trúfélögum en einnig er það vanvirðing við þá sem þurfa að stóla á fjársvelt og laskað heilbrigðis- og menntakerfi (nú er ég farinn að hljóma eins og Virkur í athugasemdum). Það eru flestir sammála um að það að vera óhamingjusamur í hjónabandi fyrir börnin sín sé slæm hugmynd. Lítið skárri hugmynd þykir mér að vera skráður í trúfélag fyrir makann eða ömmu sína. Frelsið undanfarin ár hefur verið yndislegt og mér líður eins og ég hafi losnað við leiðinlega eiginkonu. Áhyggjur mínar af úrskráningunni reyndust algjörlega ástæðulausar og enginn hefur afneitað mér. Ekki amma, ekki sóknarpresturinn, og alls ekki KFUM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Guð er ekki til. Því hef ég trúað í einlægni frá því ég var um tvítugt. Áður en ég komst á þá skoðun var ég að vísu ekki sannkristinn, þannig séð, en ég útilokaði ekki neitt. Í fyrstu var ég tregur til að skrá mig úr þjóðkirkjunni en lét að lokum verða af því fyrir um áratug síðan. Mér fannst ég vera að bregðast ömmu gömlu sem hafði gefið mér fallega biblíu þegar ég fermdist, svíkja sóknarprestinn frænda minn sem er með skemmtilegri mönnum, og gera lítið úr öllum þeim frábæru sumrum sem ég eyddi í sumarbúðum KFUM. Úrskráningin reyndist með öllu sársaukalaus og enn hef ég ekki snúist á sveif með skrattanum þó ég telji guðlast vera hina ágætustu dægradvöl. Það veitir mér svipaða ánægju og það að stríða stuðningsmönnum KR og aðdáendum U2, sem gætu reyndar flokkast undir sértrúarsöfnuði ef út í það er farið. Þetta ristir þó ekki sérlega djúpt og meira að segja þekki ég kristinn KR-ing sem er mér mjög kær (U2-aðdáendur eru hins vegar upp til hópa vont fólk). Nú beini ég orðum mínum ekki til kristinna. Þeir halda bara áfram að vera í stuði og hlusta á Creed á leiðinni á Hátíð vonar. Ég vil frekar tala til trúleysingjanna sem eru enn í þjóðkirkjunni. Misræmið milli fjölda skráðra og þeirra sem raunverulega trúa er óþolandi. Bæði gefur það kirkjunni mjög ósanngjarnt forskot gagnvart öðrum trúfélögum en einnig er það vanvirðing við þá sem þurfa að stóla á fjársvelt og laskað heilbrigðis- og menntakerfi (nú er ég farinn að hljóma eins og Virkur í athugasemdum). Það eru flestir sammála um að það að vera óhamingjusamur í hjónabandi fyrir börnin sín sé slæm hugmynd. Lítið skárri hugmynd þykir mér að vera skráður í trúfélag fyrir makann eða ömmu sína. Frelsið undanfarin ár hefur verið yndislegt og mér líður eins og ég hafi losnað við leiðinlega eiginkonu. Áhyggjur mínar af úrskráningunni reyndust algjörlega ástæðulausar og enginn hefur afneitað mér. Ekki amma, ekki sóknarpresturinn, og alls ekki KFUM.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun