Vinna við úthlutun í Elliðaánum í fullum gangi 19. janúar 2013 13:01 Úr Elliðaánum. Mynd/Trausti Vinnu við úthlutun veiðileyfa hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur fyrir komandi sumar er að mestu lokið ef frá er talin úthlutun í Elliðaárnar. Tölva sá um að draga út þau 165 veiðileyfi sem var úthlutað til félagsmanna á morgunvaktirnar í júlí. Elliðaárnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að klára úthlutirnar á þeim 600 veiðileyfum sem eftir eru í ána en 835 sækja um. "Veiðileyfi til úthlutunar í Elliðaánum eru ríflega 100 fleiri í ár en áður hefur verið, þar sem fengist hefur heimild Orkuveitunnar og borgaryfirvalda að lengja veiðitímabilið í Elliðaánum um tvær vikur, en í sumar verður veitt til 14. september. Septemberveiðin verður þó aðeins ofan Árbæjarstíflu, veitt er með 4 stöngum og öllum fiski sleppt," segir á vef SVFR. "Eins og við er að búist er úthlutunin flókið og tímafrekt verkefni, en vonir standa til þess að því verði að mestu lokið um næstu helgi. Fljótlega upp úr því ætti niðurstaða úthlutunarvinnunnar að liggja fyrir." Stangveiði Mest lesið Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Líf í Elliðavatni Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Lax í Elliðaám Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði
Vinnu við úthlutun veiðileyfa hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur fyrir komandi sumar er að mestu lokið ef frá er talin úthlutun í Elliðaárnar. Tölva sá um að draga út þau 165 veiðileyfi sem var úthlutað til félagsmanna á morgunvaktirnar í júlí. Elliðaárnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að klára úthlutirnar á þeim 600 veiðileyfum sem eftir eru í ána en 835 sækja um. "Veiðileyfi til úthlutunar í Elliðaánum eru ríflega 100 fleiri í ár en áður hefur verið, þar sem fengist hefur heimild Orkuveitunnar og borgaryfirvalda að lengja veiðitímabilið í Elliðaánum um tvær vikur, en í sumar verður veitt til 14. september. Septemberveiðin verður þó aðeins ofan Árbæjarstíflu, veitt er með 4 stöngum og öllum fiski sleppt," segir á vef SVFR. "Eins og við er að búist er úthlutunin flókið og tímafrekt verkefni, en vonir standa til þess að því verði að mestu lokið um næstu helgi. Fljótlega upp úr því ætti niðurstaða úthlutunarvinnunnar að liggja fyrir."
Stangveiði Mest lesið Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Líf í Elliðavatni Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Lax í Elliðaám Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði