Borgardama bíður eftir vori Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. maí 2013 07:00 Ég skellti mér í drifhvítum strigaskóm í vinnuna í morgun. Skildi úlpuna eftir heima og renndi ekki einu sinni upp jakkanum. Batt þó á mig trefil. Á leiðinni minnti ég sjálfa mig á að kaupa sólarvörn á krakkana í næstu innkaupaferð. Það styttist í að sólin fari að verma á þeim kinnarnar þó svalt hafi verið í veðri undanfarið. Glænýju sólgleraugun voru í vasanum. Ég var létt í spori. Þetta var fyrsti dagurinn að mér fannst þar sem hitastigið úti var í nokkru samhengi við það sem mér sýndist út um gluggann. Ekki sama svikula gluggaveðrið og hafði lokkað mig út illa klædda dag eftir dag. Ég hafði margsinnis látið blekkjast. Barmaði mér síðan yfir nefrennslinu sem ég uppskar. Reyndi að ná úr mér hrollinum með heitu kakói og fjargviðraðist yfir „ótíðinni“. Ótíðin hafði verið vinsælt umræðuefni á kaffistofunni síðustu vikurnar og í raun í allan vetur. Fólk var orðið langeygt eftir betri tíð og fannst veturinn engan endi ætla að taka. Kvartaði yfir því hvað umferðin um göturnar gekk hægt í slyddunni. Það hafði meira að segja snjóað einn morguninn svo hvítnaði niður í svörð. Þó snjóinn hafi allan tekið upp eftir hádegi sama dag var þetta engu lagi líkt, svona í apríl! En nú var vorið handan við hornið, loksins. Þar sem ég renndi yfir fréttir dagsins rak ég augun í litla frétt úr minni heimasveit norðan heiða. Fréttinni fylgdi mynd. Þar mátti sjá jeppa ekið gegnum djúp snjógöng svo ruðningarnir náðu yfir bílþakið. Myndin var tekin daginn áður. Í sveitinni minni hefur snjóinn ekki tekið upp síðan í september og víða eru margir metrar enn niður í jörð. Þar snjóaði síðast í gær. Þegar kom að heimferð ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum. Það var að sjálfsögðu farið að rigna, og ég á hvítu strigaskónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Ég skellti mér í drifhvítum strigaskóm í vinnuna í morgun. Skildi úlpuna eftir heima og renndi ekki einu sinni upp jakkanum. Batt þó á mig trefil. Á leiðinni minnti ég sjálfa mig á að kaupa sólarvörn á krakkana í næstu innkaupaferð. Það styttist í að sólin fari að verma á þeim kinnarnar þó svalt hafi verið í veðri undanfarið. Glænýju sólgleraugun voru í vasanum. Ég var létt í spori. Þetta var fyrsti dagurinn að mér fannst þar sem hitastigið úti var í nokkru samhengi við það sem mér sýndist út um gluggann. Ekki sama svikula gluggaveðrið og hafði lokkað mig út illa klædda dag eftir dag. Ég hafði margsinnis látið blekkjast. Barmaði mér síðan yfir nefrennslinu sem ég uppskar. Reyndi að ná úr mér hrollinum með heitu kakói og fjargviðraðist yfir „ótíðinni“. Ótíðin hafði verið vinsælt umræðuefni á kaffistofunni síðustu vikurnar og í raun í allan vetur. Fólk var orðið langeygt eftir betri tíð og fannst veturinn engan endi ætla að taka. Kvartaði yfir því hvað umferðin um göturnar gekk hægt í slyddunni. Það hafði meira að segja snjóað einn morguninn svo hvítnaði niður í svörð. Þó snjóinn hafi allan tekið upp eftir hádegi sama dag var þetta engu lagi líkt, svona í apríl! En nú var vorið handan við hornið, loksins. Þar sem ég renndi yfir fréttir dagsins rak ég augun í litla frétt úr minni heimasveit norðan heiða. Fréttinni fylgdi mynd. Þar mátti sjá jeppa ekið gegnum djúp snjógöng svo ruðningarnir náðu yfir bílþakið. Myndin var tekin daginn áður. Í sveitinni minni hefur snjóinn ekki tekið upp síðan í september og víða eru margir metrar enn niður í jörð. Þar snjóaði síðast í gær. Þegar kom að heimferð ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum. Það var að sjálfsögðu farið að rigna, og ég á hvítu strigaskónum.
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun