Erfiðar aðstæður í Blöndu Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2013 07:00 Hermann Svendsen veiddi fyrsta lax sumarsinns í Blöndu í gærmorgun. Veiðin í Blöndu var dræm í gær enda aðstæður slæmar. Hermanni Svendsen tókst þó að landa tveimur vænum tveggja ára löxum. Fyrsta fisknum var landað fyrir hádegi og var hann á bilinu 10 til 12 pund. Í gærkvöldi veiddi hann síðan 14 punda hrygnu. Báðir laxarnir veiddust á veiðistað sem kallaður er Dammurinn. „Satt að segja man ég ekki eftir öðru eins,“ sagði Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, leigutaka árinnar. „Áin er eins og drullufljót svo lituð er hún. Ég hef ekki séð hana svona nema þegar yfirfall er í Blöndulóni og það er svo sannarlega ekki staðan núna. Ekki bætti úr skák að hér var 20 stiga hiti, sól og hávaðarok. Aðstæður voru sem sagt eins og verst var á kosið og því finnst mér nú bara nokkuð gott að tekist hafi að særa upp einn lax fyrir hádegi. Þess má geta að við misstum líka einn.“ Stefán sagðist telja að áin sé aðeins að hreinsa sig. „Kannski er það bara ímyndun en við bindum vonir við að aðstæður verði skárri á morgun því það er svo sannarlega lax hérna. Við höfum séð þá nokkra stökkva í Damminum.“trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði
Veiðin í Blöndu var dræm í gær enda aðstæður slæmar. Hermanni Svendsen tókst þó að landa tveimur vænum tveggja ára löxum. Fyrsta fisknum var landað fyrir hádegi og var hann á bilinu 10 til 12 pund. Í gærkvöldi veiddi hann síðan 14 punda hrygnu. Báðir laxarnir veiddust á veiðistað sem kallaður er Dammurinn. „Satt að segja man ég ekki eftir öðru eins,“ sagði Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, leigutaka árinnar. „Áin er eins og drullufljót svo lituð er hún. Ég hef ekki séð hana svona nema þegar yfirfall er í Blöndulóni og það er svo sannarlega ekki staðan núna. Ekki bætti úr skák að hér var 20 stiga hiti, sól og hávaðarok. Aðstæður voru sem sagt eins og verst var á kosið og því finnst mér nú bara nokkuð gott að tekist hafi að særa upp einn lax fyrir hádegi. Þess má geta að við misstum líka einn.“ Stefán sagðist telja að áin sé aðeins að hreinsa sig. „Kannski er það bara ímyndun en við bindum vonir við að aðstæður verði skárri á morgun því það er svo sannarlega lax hérna. Við höfum séð þá nokkra stökkva í Damminum.“trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði