Reykingar eru fíknisjúkdómur Mikael Torfason skrifar 27. apríl 2013 06:00 Um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar reykja, en það eru innan við fimmtán prósent þjóðarinnar. Samkvæmt alþjóðlegum tölum reykir yfir milljarður jarðarbúa. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að berjast við alvarlegan fíknisjúkdóm. Samkvæmt rannsóknum má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Fleiri deyja af völdum þessa sjúkdóms en deyja úr alnæmi, ofneyslu lyfja, vegna umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Flestir sem reykja vilja hætta því en geta það ekki. Samkvæmt könnunum segist þriðjungur Íslendinga vera hættur. Þeim tókst það en fyrir tuttugu árum reyktu helmingi fleiri hér á landi en í dag. Það hefur margt breyst til hins betra í þessum efnum og nú er bannað að reykja á flestum stöðum. Slík bönn hjálpa mörgum að forðast freistingar eftir að fólk kemst í bata frá þessum alvarlega sjúkdómi og nær að hætta. Bandaríkjamenn hafa lengi farið fremstir í fylkingu gegn fíknisjúkdómum. New York-ríki hefur oft haft forystu um breytingar hvað hömlur á tóbaksnotkun varðar. Þar er ekki bara bannað að reykja á börum og veitingastöðum heldur einnig í görðum, niðri á strönd og í öðrum opinberum rýmum sem þó eru undir berum himni. Þetta mættu Íslendingar taka sér til fyrirmyndar. Hér á landi er til dæmis bannað að vera áberandi ölvaður á almannafæri en því banni er oft illa fylgt eftir. Úr því má bæta og að auki er vel athugandi að stíga næsta skref í reykingabanni og gera það enn víðtækara líkt og gert hefur verið í New York. Borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, vill nú ganga lengra og hækka aldurstakmarkanir á tóbakskaupum. Nú er takmarkið við átján ár eins og á Íslandi en Bloomberg vill hækka það í tuttugu og eitt ár, sem er áfengiskaupaaldur vestra. Þetta er auðvitað sjálfsagt og í raun er stórskrýtið að hér á landi sé krökkum bannað að kaupa áfengi þar til þeir eru tvítugir en leyft að kaupa tóbak átján ára. Þessu þarf að breyta. Ekkert okkar vill að börn byrji að reykja. Við myndum varla óska neinum að ánetjast tóbaki og þurfa að berjast við þá fíkn, jafnvel ævilangt. Fólk sem reykir þarf á viðeigandi aðstoð að halda, meðferð jafnvel, og við megum ekki hætta að horfa á tóbaksfíkn sem alvarlegan sjúkdóm. Reykingar hafa kostað okkur mörg mannslíf. Þær hafa tekið sinn toll. Það er hins vegar mikið ánægjuefni að samkvæmt nýlegum tölum frá Landlæknisembættinu fjölgar sífellt í hópi þeirra Íslendinga sem hafa aldrei reykt. Þannig hafa í dag yfir fimmtíu prósent Íslendinga aldrei reykt, í samanburði við fjörutíu og sex prósent árið 2006. Hins vegar er sú staðreynd sorgleg að því lægri sem tekjur fólks eru, þeim mun líklegra er það til að reykja, en eins og segir í gömlu dægurlagi brennirðu peninga með því að reykja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun
Um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar reykja, en það eru innan við fimmtán prósent þjóðarinnar. Samkvæmt alþjóðlegum tölum reykir yfir milljarður jarðarbúa. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að berjast við alvarlegan fíknisjúkdóm. Samkvæmt rannsóknum má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Fleiri deyja af völdum þessa sjúkdóms en deyja úr alnæmi, ofneyslu lyfja, vegna umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Flestir sem reykja vilja hætta því en geta það ekki. Samkvæmt könnunum segist þriðjungur Íslendinga vera hættur. Þeim tókst það en fyrir tuttugu árum reyktu helmingi fleiri hér á landi en í dag. Það hefur margt breyst til hins betra í þessum efnum og nú er bannað að reykja á flestum stöðum. Slík bönn hjálpa mörgum að forðast freistingar eftir að fólk kemst í bata frá þessum alvarlega sjúkdómi og nær að hætta. Bandaríkjamenn hafa lengi farið fremstir í fylkingu gegn fíknisjúkdómum. New York-ríki hefur oft haft forystu um breytingar hvað hömlur á tóbaksnotkun varðar. Þar er ekki bara bannað að reykja á börum og veitingastöðum heldur einnig í görðum, niðri á strönd og í öðrum opinberum rýmum sem þó eru undir berum himni. Þetta mættu Íslendingar taka sér til fyrirmyndar. Hér á landi er til dæmis bannað að vera áberandi ölvaður á almannafæri en því banni er oft illa fylgt eftir. Úr því má bæta og að auki er vel athugandi að stíga næsta skref í reykingabanni og gera það enn víðtækara líkt og gert hefur verið í New York. Borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, vill nú ganga lengra og hækka aldurstakmarkanir á tóbakskaupum. Nú er takmarkið við átján ár eins og á Íslandi en Bloomberg vill hækka það í tuttugu og eitt ár, sem er áfengiskaupaaldur vestra. Þetta er auðvitað sjálfsagt og í raun er stórskrýtið að hér á landi sé krökkum bannað að kaupa áfengi þar til þeir eru tvítugir en leyft að kaupa tóbak átján ára. Þessu þarf að breyta. Ekkert okkar vill að börn byrji að reykja. Við myndum varla óska neinum að ánetjast tóbaki og þurfa að berjast við þá fíkn, jafnvel ævilangt. Fólk sem reykir þarf á viðeigandi aðstoð að halda, meðferð jafnvel, og við megum ekki hætta að horfa á tóbaksfíkn sem alvarlegan sjúkdóm. Reykingar hafa kostað okkur mörg mannslíf. Þær hafa tekið sinn toll. Það er hins vegar mikið ánægjuefni að samkvæmt nýlegum tölum frá Landlæknisembættinu fjölgar sífellt í hópi þeirra Íslendinga sem hafa aldrei reykt. Þannig hafa í dag yfir fimmtíu prósent Íslendinga aldrei reykt, í samanburði við fjörutíu og sex prósent árið 2006. Hins vegar er sú staðreynd sorgleg að því lægri sem tekjur fólks eru, þeim mun líklegra er það til að reykja, en eins og segir í gömlu dægurlagi brennirðu peninga með því að reykja.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun