Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Trausti Hafliðason skrifar 30. janúar 2013 01:45 Veitt í Norðurá. Mynd / Svavar Hávarðsson Veiðifélag Norðurár hafnaði fyrr í kvöld báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í veiðirétt Norðurár. Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði. Þar með er ljóst að útboðið sem farið var í í haust hefur ekki skilað tilætluðum árangri því aðeins tvö gild tilboð bárust í ána og voru þau bæði frá SVFR. Annað hljóðaði upp á 83,5 milljónir króna og hitt upp á 76,5 milljónir. Hærra tilboðið var reyndar frá SVFR ehf, dótturfyrirtæki Stangaveiðifélagsins. Samkvæmt yfirlýsingu sem Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sendi frá sér þann 21. janúar, fólst munurinn á tilboðunum í þáttum er lúta að sölufyrirkomulagi og því hvernig átti að standa að endurnýjun á húsakosti við ána. Mikill einhugur ríkti á fundi Veiðfélags Norðurár, sem haldinn var að Bifröst, því 28 af 32 landeigendum samþykktu að hafna tilboðum SVFR. Í viðtali við Vötn og veiði segir Birna að stjórn Veiðifélags Norðurár hafi sem fyrr fullt umboð til að halda áfram með málið. Ekki er hins vegar ljóst hvað nákvæmlega felst í þeim orðum. Þess ber að geta að Veiðifélagi Norðurár barst reyndar eitt tilboð til viðbótar. Það var undirritað af Gesti Jónssyni lögmanni, fyrir hönd umbjóðanda. Þetta þriðja tilboð var frávikstilboð þar sem engar tölur komu fram og var því ekki metið gilt. Í samtali við Vötn og veiði segir Birna að varla hafi verið minnst á þetta þriðja tilboð á fundinum enda væri það „ónýtt plagg sem tilboð".trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði
Veiðifélag Norðurár hafnaði fyrr í kvöld báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í veiðirétt Norðurár. Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði. Þar með er ljóst að útboðið sem farið var í í haust hefur ekki skilað tilætluðum árangri því aðeins tvö gild tilboð bárust í ána og voru þau bæði frá SVFR. Annað hljóðaði upp á 83,5 milljónir króna og hitt upp á 76,5 milljónir. Hærra tilboðið var reyndar frá SVFR ehf, dótturfyrirtæki Stangaveiðifélagsins. Samkvæmt yfirlýsingu sem Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sendi frá sér þann 21. janúar, fólst munurinn á tilboðunum í þáttum er lúta að sölufyrirkomulagi og því hvernig átti að standa að endurnýjun á húsakosti við ána. Mikill einhugur ríkti á fundi Veiðfélags Norðurár, sem haldinn var að Bifröst, því 28 af 32 landeigendum samþykktu að hafna tilboðum SVFR. Í viðtali við Vötn og veiði segir Birna að stjórn Veiðifélags Norðurár hafi sem fyrr fullt umboð til að halda áfram með málið. Ekki er hins vegar ljóst hvað nákvæmlega felst í þeim orðum. Þess ber að geta að Veiðifélagi Norðurár barst reyndar eitt tilboð til viðbótar. Það var undirritað af Gesti Jónssyni lögmanni, fyrir hönd umbjóðanda. Þetta þriðja tilboð var frávikstilboð þar sem engar tölur komu fram og var því ekki metið gilt. Í samtali við Vötn og veiði segir Birna að varla hafi verið minnst á þetta þriðja tilboð á fundinum enda væri það „ónýtt plagg sem tilboð".trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði