Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2013 13:06 Bæjarhólar er neðsti veiðistaðurinn á svæði III í Blöndu. Þar er oft lax. Mynd / Garðar Sala veiðileyfa fyrir næsta sumar hefur verið óvenju dræm. Nú hefur Lax-á gripið til þess að bjóða leyfi á miðsvæðum Blöndu í sumarbyrjun á afslætti.Þótt Blanda hafi gefið frábæra veiði á síðustu árum - eins og segir á vef Laxár - olli síðasta sumar vonbrigðum, líkt og flest veiðisvæði í fyrra. Lax-á býður nú dagana frá 20. júní og út þann mánuð á svæði II þriðjungs afslætti og á svæði III á tæplega fjórðungs afslætti. Stangardagurinn á svæði III er því á 8.250 krónur í stað 10.800 króna og dagurinn á svæði II á 10.000 krónur í stað 14.800 króna. "Það vill oft gleymast að á svæðinum þar á milli, svæði II og III, er gríðarlega fallegt, langt og mikið veiðisvæði," segir á lax-a.is um þennan kafla Blöndu sem spannar um það bil 35 kílómetra. Um sjötíu merktir veiðistaðir eru á þessum svæðum. Sem fyrr segir var veiðin í Blöndu í fyrra með slappara móti. Þetta átti sérstaklega við efri svæðin. Þannig höfðu veiðst aðeins sautján laxar samanlagt á svæðum II og II frá því veiðar hófust 20. júní og fram til 12. júlí er Veiðivísir flutti frétt af stöðu mála í Blöndu. Alls enduðu miðsvæðin tvö síðan í 120 löxum áður en sumarveiðinni í fyrra lauk. Bæði svæðin voru hins vegar að sögn fremur illa stunduð þetta sumar. Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði
Sala veiðileyfa fyrir næsta sumar hefur verið óvenju dræm. Nú hefur Lax-á gripið til þess að bjóða leyfi á miðsvæðum Blöndu í sumarbyrjun á afslætti.Þótt Blanda hafi gefið frábæra veiði á síðustu árum - eins og segir á vef Laxár - olli síðasta sumar vonbrigðum, líkt og flest veiðisvæði í fyrra. Lax-á býður nú dagana frá 20. júní og út þann mánuð á svæði II þriðjungs afslætti og á svæði III á tæplega fjórðungs afslætti. Stangardagurinn á svæði III er því á 8.250 krónur í stað 10.800 króna og dagurinn á svæði II á 10.000 krónur í stað 14.800 króna. "Það vill oft gleymast að á svæðinum þar á milli, svæði II og III, er gríðarlega fallegt, langt og mikið veiðisvæði," segir á lax-a.is um þennan kafla Blöndu sem spannar um það bil 35 kílómetra. Um sjötíu merktir veiðistaðir eru á þessum svæðum. Sem fyrr segir var veiðin í Blöndu í fyrra með slappara móti. Þetta átti sérstaklega við efri svæðin. Þannig höfðu veiðst aðeins sautján laxar samanlagt á svæðum II og II frá því veiðar hófust 20. júní og fram til 12. júlí er Veiðivísir flutti frétt af stöðu mála í Blöndu. Alls enduðu miðsvæðin tvö síðan í 120 löxum áður en sumarveiðinni í fyrra lauk. Bæði svæðin voru hins vegar að sögn fremur illa stunduð þetta sumar.
Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði