Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Trausti Hafliðason skrifar 20. júní 2013 07:00 Daníel Þorri bítur hér veiðiuggan af maríulaxinum. Daníel Þorri Haukson, sem er tíu ára gamall veðimaður, veiddi maríulaxinn við opnun Flókadalsár í Borgarfirði í fyrradag. Faðir hans, Haukur Birgisson, veiddi einmitt sinn maríulax í sömu á fyrir fjörutíu árum síðan. Afinn, Birgir Jóhannsson, var einnig með í för. Hann hefur veitt í ánni í hartnær hálfa öld. Laxinn, sem strákurinn veiddi, var fimm punda hrygna og veiddist hann við Steinakvörn. Veiðimaðurinn Ingi Rafn Sigurðsson, hefur opnað Flóku undanfarin sumur. Hann sagði að ástandið í ánni núna minnti á sumarið 2008 en það var metár í ánni. „Í Pokagljúfri var til dæmis krökt af fiski. Þar sáum við lax stökkva á tíu mínútna fresti. Mér sýnist þetta lofa mjög góðu,“ sagði Ingvi Rafn. Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði
Daníel Þorri Haukson, sem er tíu ára gamall veðimaður, veiddi maríulaxinn við opnun Flókadalsár í Borgarfirði í fyrradag. Faðir hans, Haukur Birgisson, veiddi einmitt sinn maríulax í sömu á fyrir fjörutíu árum síðan. Afinn, Birgir Jóhannsson, var einnig með í för. Hann hefur veitt í ánni í hartnær hálfa öld. Laxinn, sem strákurinn veiddi, var fimm punda hrygna og veiddist hann við Steinakvörn. Veiðimaðurinn Ingi Rafn Sigurðsson, hefur opnað Flóku undanfarin sumur. Hann sagði að ástandið í ánni núna minnti á sumarið 2008 en það var metár í ánni. „Í Pokagljúfri var til dæmis krökt af fiski. Þar sáum við lax stökkva á tíu mínútna fresti. Mér sýnist þetta lofa mjög góðu,“ sagði Ingvi Rafn.
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði