Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum 10. febrúar 2013 15:53 Það er bersýnilega ekki leiðinlegt í ánni Kharlovka. Mynd / Veiðiflugur Rússnesku laxveiðiárnar Kharlovka, Litza, Rynda og Zolotaya verða kynntar Natura Hótel Loftleiðum á miðvikudag frá klukkan til sjö. "Við getum lofað frábærri kynningu og fyrirlestri um þetta skemmtilega svæði og það mun ekkert vanta upp á myndir og DVD um stóra laxa og náttúrufegurð," segir í tilkynningu frá versluninni Veiðiflugum sem stendur að dagskránni. Umræddar veiðiár eru á norðurströnd Kolaskaga og hafa að sögn mjög stóran stofn af stórlöxum. Justin McCarthy, sölustjóri ánna, og Mikael Frödin, atvinnuveiðimaður og fluguhnýtari, flytja fyrirlestra. Hilmar Hansson í Veiðiflugum og Pálmi Gunnarsson verða þeim til aðstoðar. Veiðifyrirkomulagið er þannig að menn eru einir á stöng og eru tvær stangir á svæði sem deila gæd. "Það sem er innifalið í þessum ferðum er 6 og 1/2 dags veiði með mat, gæd, og flugi frá Murmansk í veiðihúsið. Aðbúnaðurinn er mjög góður og veiðimenn hafa sér herbergi með snyrtingu. Það sem er frábært við þessar ár er ósnortin náttúra og mikil stórlaxa von," segir í tilkynningunni. Þá segir um Justin McCarthy að hann hafi stjórnað veiðihúsunum í Kharlovka og Litza auk þess að sjá um sölu á ánum. "Á árunum 2000 til 2003 var hann camp manager í Varsuga-ánni á Kolaskaga auk þess að sjá um Sjóbirtings svæði fjölmiðla kóngsins Ted Turner í Argentínu um ára bil. Það er líka gaman að segja frá því að Justin hafðu umsjón með veiðimönnum í Hafralónsá í Þistilfyrði þrjú sumur þannig að hann er ekki ókunnugur íslensku ánum." Um Mikael Frödin segir að hann hafi verið einn af fremstu hönnuðum á veiðivörum um árabil og vinni fyrir Guideline við hönnun og kynningu. "Mikael hefur veitt í Rússlandi í mörg ár og var einn af þeim fyrstu sem fór til veiða þar eftir að árnar opnuðust fyrir almenning," segir um Frödin. Allir eru sagðir velkomnir á kynninguna á miðvikudag.gar@frettabladid.isAth.Linda Camilla Martinsdóttir ráðstefnustjóri hefur sent okkur ábendingu um að umrætt hótel heitir ekki Hótel Loftleiðir heldurHótel Reykjavík Natura. Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Aflatölur laxveiðiánna í liðinni viku Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði
Rússnesku laxveiðiárnar Kharlovka, Litza, Rynda og Zolotaya verða kynntar Natura Hótel Loftleiðum á miðvikudag frá klukkan til sjö. "Við getum lofað frábærri kynningu og fyrirlestri um þetta skemmtilega svæði og það mun ekkert vanta upp á myndir og DVD um stóra laxa og náttúrufegurð," segir í tilkynningu frá versluninni Veiðiflugum sem stendur að dagskránni. Umræddar veiðiár eru á norðurströnd Kolaskaga og hafa að sögn mjög stóran stofn af stórlöxum. Justin McCarthy, sölustjóri ánna, og Mikael Frödin, atvinnuveiðimaður og fluguhnýtari, flytja fyrirlestra. Hilmar Hansson í Veiðiflugum og Pálmi Gunnarsson verða þeim til aðstoðar. Veiðifyrirkomulagið er þannig að menn eru einir á stöng og eru tvær stangir á svæði sem deila gæd. "Það sem er innifalið í þessum ferðum er 6 og 1/2 dags veiði með mat, gæd, og flugi frá Murmansk í veiðihúsið. Aðbúnaðurinn er mjög góður og veiðimenn hafa sér herbergi með snyrtingu. Það sem er frábært við þessar ár er ósnortin náttúra og mikil stórlaxa von," segir í tilkynningunni. Þá segir um Justin McCarthy að hann hafi stjórnað veiðihúsunum í Kharlovka og Litza auk þess að sjá um sölu á ánum. "Á árunum 2000 til 2003 var hann camp manager í Varsuga-ánni á Kolaskaga auk þess að sjá um Sjóbirtings svæði fjölmiðla kóngsins Ted Turner í Argentínu um ára bil. Það er líka gaman að segja frá því að Justin hafðu umsjón með veiðimönnum í Hafralónsá í Þistilfyrði þrjú sumur þannig að hann er ekki ókunnugur íslensku ánum." Um Mikael Frödin segir að hann hafi verið einn af fremstu hönnuðum á veiðivörum um árabil og vinni fyrir Guideline við hönnun og kynningu. "Mikael hefur veitt í Rússlandi í mörg ár og var einn af þeim fyrstu sem fór til veiða þar eftir að árnar opnuðust fyrir almenning," segir um Frödin. Allir eru sagðir velkomnir á kynninguna á miðvikudag.gar@frettabladid.isAth.Linda Camilla Martinsdóttir ráðstefnustjóri hefur sent okkur ábendingu um að umrætt hótel heitir ekki Hótel Loftleiðir heldurHótel Reykjavík Natura.
Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Aflatölur laxveiðiánna í liðinni viku Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði