Innlent

Líkið er af Gunnari Gunnarssyni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar féll útbyrðis í Húnaflóa þann 12. desember síðastliðinn.
Gunnar féll útbyrðis í Húnaflóa þann 12. desember síðastliðinn.

Líkið sem fannst á Kaldbaksvík á Ströndum í síðustu viku er af Gunnari Gunnarssyni, fæddum 1962. Þetta er niðurstaða kennslanefndar.

Gunnar féll útbyrðis af Múlabergi SI-22 djúpt út af Húnaflóa þann 12 desember síðastliðinn. Ættingum Gunnars hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum er ferðafólkinu sem tilkynnti um líkið, kennslanefnd Ríkislögreglustjóraembættisins og lögreglunni á Akureyri þakkað fyrir aðkomu þeirra að máli þessu.


Tengdar fréttir

Kennsl borin á líkamsleifar

„Niðurstaða liggur fyrir um hver þetta var,“ segir Sigfús Nikulásson, sérfræðingur í meinafræði við Landspítala.

Mikil leit gerð að sjómanninum sem féll fyrir borð

Tvö stór skip hófu fyrir hádegi leit að sjómanninum, sem féll fyrir borð af togaranum Múlabergi norður af landinu í gærdag, eftir víðtæka árangurslausa leit í gærkvöldi og fram á nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×