Enn veiða Drangsnesingar í Bjarnarfjarðará Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júní 2013 21:11 Bjarni Steinn Haraldsson var einn þeirra íbúa sem veitt hefur í boði Kaldaraneshrepps í Bjarnarfjarðará. Mynd Drangsnes.is Allir sem áttu lögheimili í Kaldraneshreppi 1. maí fá úthlutað veiðidegi í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará. Undir jarðir sveitarfélagins heyrir um fjórðungur veiðiréttarins í ánni.. Aðrir veiðidagar en þeir sem Kaldraneshreppur ræður yfir eru á forræði nokkurra jarðeiganda við Bjarnarfjarðará. Fremur flókið hefur verið fyrir utanaðkomandi að komast til veiða í þessari sjóbleikjuparadís frá því veiðifélag árinnar samþykkti að hætta útleigu hennar og skipta dögunum milli eigendanna sem hver ráðstafar sínum leyfum. Veitt er á fjórar stangir í ánni en enginn á fleiri en tvær stangir í einu. Sumarið sem nú gengur í hönd er það sjöunda í röð sem Kaldraneshreppur skiptir sínum leyfum milli heimamanna sem flestir búa á Drangsnesi. Ánægja mun vera hjá mörgum íbúanna með þetta fyrirkomulag sem er að festa sig í sessi. Veitt er í Bjarnarfjarðará frá 20. júní til 30.september. Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði
Allir sem áttu lögheimili í Kaldraneshreppi 1. maí fá úthlutað veiðidegi í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará. Undir jarðir sveitarfélagins heyrir um fjórðungur veiðiréttarins í ánni.. Aðrir veiðidagar en þeir sem Kaldraneshreppur ræður yfir eru á forræði nokkurra jarðeiganda við Bjarnarfjarðará. Fremur flókið hefur verið fyrir utanaðkomandi að komast til veiða í þessari sjóbleikjuparadís frá því veiðifélag árinnar samþykkti að hætta útleigu hennar og skipta dögunum milli eigendanna sem hver ráðstafar sínum leyfum. Veitt er á fjórar stangir í ánni en enginn á fleiri en tvær stangir í einu. Sumarið sem nú gengur í hönd er það sjöunda í röð sem Kaldraneshreppur skiptir sínum leyfum milli heimamanna sem flestir búa á Drangsnesi. Ánægja mun vera hjá mörgum íbúanna með þetta fyrirkomulag sem er að festa sig í sessi. Veitt er í Bjarnarfjarðará frá 20. júní til 30.september.
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði