Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. maí 2013 17:30 Nyja viðbyggingin við Langárbyrgi er vinstra megin á myndinni. Mynd / Garðar "Þetta er algjör bylting fyrir starfsfólkið," segir Einar Ole Pedersen, formaður Veiðifélags Langár, um nýja viðbyggingu við Langárbyrgi. Í nýju viðbyggingunni, sem er 133 fermetrar, eru fimm svefnherbergi og setustofa. Þrjú svefnherbergi á sameiginlegum gangi eru ætluð starfsfólki veiðihússins. Tvö önnur svefnherbergi sem hafa sérinngang frá bílastæðunum eru ætluð leiðsögumönnum og jafnvel veiðimönnum einnig. Jóhann Gunnar Arnarsson og félagar úr árnefnd Langár fluttu í gær rúm og önnur húsgögn frá bænum Stangarholti yfir í nýja húsið. Leiðsögumenn við ánna hafa haft aðstöðu í Stangarholti en fá nú samastað í Langárbyrgi. Nýja viðbyggingin er því sem næst full frágengin. Það ætti ekki að væsa um mannskapinn þegar veiðin hefst í Langá 20. júní. Stangveiði Mest lesið Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði
"Þetta er algjör bylting fyrir starfsfólkið," segir Einar Ole Pedersen, formaður Veiðifélags Langár, um nýja viðbyggingu við Langárbyrgi. Í nýju viðbyggingunni, sem er 133 fermetrar, eru fimm svefnherbergi og setustofa. Þrjú svefnherbergi á sameiginlegum gangi eru ætluð starfsfólki veiðihússins. Tvö önnur svefnherbergi sem hafa sérinngang frá bílastæðunum eru ætluð leiðsögumönnum og jafnvel veiðimönnum einnig. Jóhann Gunnar Arnarsson og félagar úr árnefnd Langár fluttu í gær rúm og önnur húsgögn frá bænum Stangarholti yfir í nýja húsið. Leiðsögumenn við ánna hafa haft aðstöðu í Stangarholti en fá nú samastað í Langárbyrgi. Nýja viðbyggingin er því sem næst full frágengin. Það ætti ekki að væsa um mannskapinn þegar veiðin hefst í Langá 20. júní.
Stangveiði Mest lesið Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði