Kaupum álfinn Mikael Torfason skrifar 6. maí 2013 08:30 Í dag hefst árleg álfasala SÁÁ og stendur út vikuna. SÁÁ eru félagasamtök sem reka sjúkrahúsið Vog og fjölda annarra meðferðarstofnana. Álfasalan er liður í að fjármagna barna- og fjölskyldudeild SÁÁ. Það má með sanni segja að fátt snerti börn okkar með jafn afdrifaríkum hætti og ofneysla áfengis. Og á Íslandi er áfengi misnotað fram úr hófi. Á Vog koma tveir af hverjum tíu karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu konum. Það er ótrúlegur fjöldi og í raun með ólíkindum hversu stór hluti þjóðarinnar á í vandræðum þegar kemur að áfengis- og vímuefnaneyslu. SÁÁ hefur selt álfinn í tuttugu og þrjú ár og nemur söluhagnaðurinn á þessum árum fjögur hundruð og þrjátíu milljónum króna. Þessum peningum hefur meðal annars verið varið í að byggja upp unglingadeild á Vogi en ákall SÁÁ nú snýr að börnum alkóhólista. Sjúkdómurinn alkóhólismi virðist, samkvæmt nýjustu rannsóknum, leggjast á heilu fjölskyldurnar. Þannig er talið að næstum helmings líkur séu á að sonur sem á pabba sem hefur farið á Vog leiti þangað sjálfur. Börn alkóhólista eru því miklu líklegri til að verða alkóhólistar sjálf síðar á lífsleiðinni. SÁÁ vill hefja forvarnarstarf sem miðar að því að ná til þessara krakka áður en þeir hefja neyslu. Annað mikilvægt forvarnastarf sem SÁÁ hyggst efla er stuðningur við unga foreldra sem leita til SÁÁ. Það er mikilvægt að efla foreldrahæfni þessa fólks og gera það að betri mömmum og betri pöbbum. Þannig næst að rjúfa þá keðju sem oft hefur myndast kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar á Íslandi hafa aldrei drukkið meira af brennivíni en nú. Fyrir fjörutíu árum var enn virk bindindishreyfing í landinu og þriðjungur kvenna á hinum svokallaða barneignaraldri drakk ekki áfengi. Í dag er þetta hlutfall að nálgast fimm prósent. Fyrir fjörutíu árum drakk aðeins einn af hverjum tíu pöbbum oftar en einu sinni í viku en nú drekkur annar hver pabbi oft í viku. Auðvitað eru það ekki bara alkóhólistar sem drekka áfengi en þeir drekka mest og fara verst með það. Saga samtakanna SÁÁ er mögnuð. Alkóhólismi er illvígur sjúkdómur og oft erfitt að hafa samúð með sjúklingum sem hafa jafn slæm áhrif á umhverfi sitt og alkóhólistar sem eru ekki í bata frá sjúkdómnum. Við Íslendingar höfum búið með þessum sjúkdómi lengi og hann hefur komið mörgum í gröfina langt fyrir aldur fram. Samtökin voru stofnuð árið 1977 af alkóhólistum og fjölskyldum þeirra. Erindi samtakanna var brýnt en alkóhólistar áttu þá litla von á bata frá sjúkdómnum. Meðferð var ekki virk í landinu og heppnustu sjúklingarnir leituðu til útlanda í meðferð. Annars var það bara Kleppur eða sjúkrahúsin, en alkóhólistar á Íslandi vissu að til væri betri leið. Að stofna hér afeitrunarstöð, Vog, og meðferðarstofnanir sem hjálpuðu alkóhólistum í bata að koma undir sig fótunum. Nær allar fjölskyldur á Íslandi hafa notið góðs af starfi SÁÁ síðustu þrjátíu og sex ár. Og enn og aftur er erindið brýnt. Nú er mánudagur og börn virkra alkóhólista áttu ekki þá helgi sem þau eiga skilið. Tökum vel á móti sölufólki álfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Í dag hefst árleg álfasala SÁÁ og stendur út vikuna. SÁÁ eru félagasamtök sem reka sjúkrahúsið Vog og fjölda annarra meðferðarstofnana. Álfasalan er liður í að fjármagna barna- og fjölskyldudeild SÁÁ. Það má með sanni segja að fátt snerti börn okkar með jafn afdrifaríkum hætti og ofneysla áfengis. Og á Íslandi er áfengi misnotað fram úr hófi. Á Vog koma tveir af hverjum tíu karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu konum. Það er ótrúlegur fjöldi og í raun með ólíkindum hversu stór hluti þjóðarinnar á í vandræðum þegar kemur að áfengis- og vímuefnaneyslu. SÁÁ hefur selt álfinn í tuttugu og þrjú ár og nemur söluhagnaðurinn á þessum árum fjögur hundruð og þrjátíu milljónum króna. Þessum peningum hefur meðal annars verið varið í að byggja upp unglingadeild á Vogi en ákall SÁÁ nú snýr að börnum alkóhólista. Sjúkdómurinn alkóhólismi virðist, samkvæmt nýjustu rannsóknum, leggjast á heilu fjölskyldurnar. Þannig er talið að næstum helmings líkur séu á að sonur sem á pabba sem hefur farið á Vog leiti þangað sjálfur. Börn alkóhólista eru því miklu líklegri til að verða alkóhólistar sjálf síðar á lífsleiðinni. SÁÁ vill hefja forvarnarstarf sem miðar að því að ná til þessara krakka áður en þeir hefja neyslu. Annað mikilvægt forvarnastarf sem SÁÁ hyggst efla er stuðningur við unga foreldra sem leita til SÁÁ. Það er mikilvægt að efla foreldrahæfni þessa fólks og gera það að betri mömmum og betri pöbbum. Þannig næst að rjúfa þá keðju sem oft hefur myndast kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar á Íslandi hafa aldrei drukkið meira af brennivíni en nú. Fyrir fjörutíu árum var enn virk bindindishreyfing í landinu og þriðjungur kvenna á hinum svokallaða barneignaraldri drakk ekki áfengi. Í dag er þetta hlutfall að nálgast fimm prósent. Fyrir fjörutíu árum drakk aðeins einn af hverjum tíu pöbbum oftar en einu sinni í viku en nú drekkur annar hver pabbi oft í viku. Auðvitað eru það ekki bara alkóhólistar sem drekka áfengi en þeir drekka mest og fara verst með það. Saga samtakanna SÁÁ er mögnuð. Alkóhólismi er illvígur sjúkdómur og oft erfitt að hafa samúð með sjúklingum sem hafa jafn slæm áhrif á umhverfi sitt og alkóhólistar sem eru ekki í bata frá sjúkdómnum. Við Íslendingar höfum búið með þessum sjúkdómi lengi og hann hefur komið mörgum í gröfina langt fyrir aldur fram. Samtökin voru stofnuð árið 1977 af alkóhólistum og fjölskyldum þeirra. Erindi samtakanna var brýnt en alkóhólistar áttu þá litla von á bata frá sjúkdómnum. Meðferð var ekki virk í landinu og heppnustu sjúklingarnir leituðu til útlanda í meðferð. Annars var það bara Kleppur eða sjúkrahúsin, en alkóhólistar á Íslandi vissu að til væri betri leið. Að stofna hér afeitrunarstöð, Vog, og meðferðarstofnanir sem hjálpuðu alkóhólistum í bata að koma undir sig fótunum. Nær allar fjölskyldur á Íslandi hafa notið góðs af starfi SÁÁ síðustu þrjátíu og sex ár. Og enn og aftur er erindið brýnt. Nú er mánudagur og börn virkra alkóhólista áttu ekki þá helgi sem þau eiga skilið. Tökum vel á móti sölufólki álfsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun