Engin ládeyða í Noregi Trausti Hafliðason skrifar 28. janúar 2013 22:39 Meðalþyngd laxa sem veiddust í norskum ám á síðasta ári var 3,9 kíló. Mynd / Trausti Hafliðason Laxveiði jókst um 14 prósent á milli ára í Noregi í tonnum talið. Alls veiddust 448 tonn af laxi í norskum ám á síðasta ári og var meðalþyngdin 3,9 kíló. Á vef norsku hagstofunnar (Statistisk sentralbyrå) kemur fram að árinu 2012 hafi veiðst 503 tonn af laxi, sjóbirtingi og sjóbleikju í norskum ám. Langstærsti hlutinn af aflanum var lax, eða 448 tonn eins og áður sagði, hin 55 tonnin voru sjóbirtingur og bleikja. Árið 2011 veiddust 394 tonn af laxi norskum ám og árið 2010 veiddust 382 tonn. Eins og áður sagði er aukningin milli áranna 2011 og 2012 um 14 prósent en aukningin frá 2010 til 2012 er 17 prósent.Mesta veiðin í Tana Mest veiddist í ánni Tana og hliðarám hennar, en þar á eftir komu Gaulavassdraget, Altavassdraget, Namsenvassdraget og Orkla. Meðalþyngd laxa sem veiddust í norskum ám á síðasta ári var 3,9 kíló samanborið við 3,8 kíló árið 2011. Um 25 prósent aflans var undir 3 kílóum, um 38 prósent vó á bilinu 3 til 7 kíló og 37 prósent vó meira en 7 kíló. Hafa ber í huga að hér er eingöngu átt við fisk sem var veiddur og drepinn því norska hagstofan flokkar sérstaklega þá fiska sem var sleppt. Í heildina var 85 tonnum af laxi og um 7 tonnum af sjóbirtingi og bleikju sleppt aftur í árnar. Miðað við það veiddust í raun 533 tonn af laxi í Noregi í fyrra (448 tonn + 85 tonn) og 62 tonn af sjóbirtingi og bleikju (55 tonn + 7 tonn). Á vef norsku hagstofunnar kemur ekki fram hvort hér sé eingöngu átt við fisk sem var veiddur á stöng eða hvort þetta er bæði stangar- og netaveiddur lax. Áhugasamir geta rýnt í tölurnar hér: Statistisk sentralbyrå.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði
Laxveiði jókst um 14 prósent á milli ára í Noregi í tonnum talið. Alls veiddust 448 tonn af laxi í norskum ám á síðasta ári og var meðalþyngdin 3,9 kíló. Á vef norsku hagstofunnar (Statistisk sentralbyrå) kemur fram að árinu 2012 hafi veiðst 503 tonn af laxi, sjóbirtingi og sjóbleikju í norskum ám. Langstærsti hlutinn af aflanum var lax, eða 448 tonn eins og áður sagði, hin 55 tonnin voru sjóbirtingur og bleikja. Árið 2011 veiddust 394 tonn af laxi norskum ám og árið 2010 veiddust 382 tonn. Eins og áður sagði er aukningin milli áranna 2011 og 2012 um 14 prósent en aukningin frá 2010 til 2012 er 17 prósent.Mesta veiðin í Tana Mest veiddist í ánni Tana og hliðarám hennar, en þar á eftir komu Gaulavassdraget, Altavassdraget, Namsenvassdraget og Orkla. Meðalþyngd laxa sem veiddust í norskum ám á síðasta ári var 3,9 kíló samanborið við 3,8 kíló árið 2011. Um 25 prósent aflans var undir 3 kílóum, um 38 prósent vó á bilinu 3 til 7 kíló og 37 prósent vó meira en 7 kíló. Hafa ber í huga að hér er eingöngu átt við fisk sem var veiddur og drepinn því norska hagstofan flokkar sérstaklega þá fiska sem var sleppt. Í heildina var 85 tonnum af laxi og um 7 tonnum af sjóbirtingi og bleikju sleppt aftur í árnar. Miðað við það veiddust í raun 533 tonn af laxi í Noregi í fyrra (448 tonn + 85 tonn) og 62 tonn af sjóbirtingi og bleikju (55 tonn + 7 tonn). Á vef norsku hagstofunnar kemur ekki fram hvort hér sé eingöngu átt við fisk sem var veiddur á stöng eða hvort þetta er bæði stangar- og netaveiddur lax. Áhugasamir geta rýnt í tölurnar hér: Statistisk sentralbyrå.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði