Innlent

Enginn starfs­manna­stjóri hjá WikiLeaks - blaða­maður BBC illa blekktur

Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. Vísir

„Þarna hefur blaðamaður BBC verið illa blekktur," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um umfjöllun BBC sem fjallaði um hakkara vítt og breitt um veröldina.

Meðal þeirra sem rætt er við, er Siggi, sem sagðist hafa hakkað sig inn á vef stjórnarráðs Íslands árið 2004. Hann sagði ennfremur að hann væri starfsmannastjóri WikiLeaks samtakanna.

Kristinn segir þetta ekki stemma, samtökin hafi aldrei haft neinn slíkan yfirmann „og þessi maður hefur aldrei haft mannaforráð í samtökunum," bætir hann við.

Hann bendir hinsvegar á að fjöldinn allur af sjálfboðaliðum hafi starfað hjá WikiLeaks og af lýsingunni að dæma geti verið að um mann sé að ræða sem starfaði tímabundið fyrir samtökin sem sjálfboðaliði.

Siggi hakkari heldur því fram að ekki aðeins hafi hann hakkað sig inn á vef stjórnarráðsins hér á landi heldur hafi hann tekið yfir stjórn eftirlitsmyndavéla í herstöð í ónefndu landi og úrskurðað mann látinn þannig hann gat ekki notað kennitöluna sína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×