SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar 2. janúar 2013 16:42 Við Elliðaárósa. Mynd / Trausti Hafliðason Umsóknum um veiðileyfi hjá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fækkar um 19 prósent milli ára. Athygli vekur að 10 prósent færri sækja um Elliðaárnar en í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins - svfr.is. Félagsmenn í SVFR höfðu frest til 28. desember til þess að sækja um veiðileyfi og ljóst er að talsvert færri sóttu um en vonast hafði verið til eða 19 prósent færri en í fyrra, eins og áður sagði. „Enn á eftir að greina betur eðli umsókna og jafnframt hversu mörg svæði hver og einn sækir um að þessu sinni, en í samanburði á milli ára skal haft í huga að í fyrra var annað mesta umsóknarárið í sögu félagsins," segir á vef SVFR.10 prósent færri sækja um Elliðáarnar Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sagði á fésbókarsíðu félagsins að nokkur samdráttur hefði orðið í umsóknum í Elliðaárnar en eins og flestir vita var umsóknarreglum um Elliðaárnar breytt. Nú gátu allir sótt um og þurfti ekki að nota A-umsóknir til þess að eiga möguleika á að fá úthlutað degi. „Umsóknum um Elliðaár fækkaði aðeins, en þó heldur minna en umsóknum í heild sinni," skrifar Bjarni á fésbókarsíðuna. „Nú sækja 758 um veiðileyfi fyrir hádegi (voru 814 í fyrra) en 242 sækja um veiðileyfi eftir hádegi (voru 342 í fyrra). Samtals sækja þá nákvæmlega 1.000 manns um veiði í Elliðám en voru 1.156 í fyrra."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði
Umsóknum um veiðileyfi hjá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fækkar um 19 prósent milli ára. Athygli vekur að 10 prósent færri sækja um Elliðaárnar en í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins - svfr.is. Félagsmenn í SVFR höfðu frest til 28. desember til þess að sækja um veiðileyfi og ljóst er að talsvert færri sóttu um en vonast hafði verið til eða 19 prósent færri en í fyrra, eins og áður sagði. „Enn á eftir að greina betur eðli umsókna og jafnframt hversu mörg svæði hver og einn sækir um að þessu sinni, en í samanburði á milli ára skal haft í huga að í fyrra var annað mesta umsóknarárið í sögu félagsins," segir á vef SVFR.10 prósent færri sækja um Elliðáarnar Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sagði á fésbókarsíðu félagsins að nokkur samdráttur hefði orðið í umsóknum í Elliðaárnar en eins og flestir vita var umsóknarreglum um Elliðaárnar breytt. Nú gátu allir sótt um og þurfti ekki að nota A-umsóknir til þess að eiga möguleika á að fá úthlutað degi. „Umsóknum um Elliðaár fækkaði aðeins, en þó heldur minna en umsóknum í heild sinni," skrifar Bjarni á fésbókarsíðuna. „Nú sækja 758 um veiðileyfi fyrir hádegi (voru 814 í fyrra) en 242 sækja um veiðileyfi eftir hádegi (voru 342 í fyrra). Samtals sækja þá nákvæmlega 1.000 manns um veiði í Elliðám en voru 1.156 í fyrra."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði