Veiðileyfi á kvikmyndahátíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2013 08:30 Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fluguveiðikvikmyndahátíðinni RISE verður margt á boðstólum í anddyri í Bíó Paradís frá því húsið opnar klukkan sjö. "Veiðiþjónustan Strengir verður á staðnum og kynnir fyrir okkur þær ár sem þeir eru í forsvari fyrir, Veiðifélagið Hreggnasi kemur líka og verður með kynningu á ánum sínum ásamt því að Veiðifélagið Lax-á verður á staðnum og færir okkur í sannleikann um vatnasvæðin sem þeir ráða yfir," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að kynning verði á hluta af því DVD úrvali sem nú er á hinum árlega Veiðibóka- og DVD markaði og að hægt að kaupa fluguveiðimyndir á staðnum. Sýning á myndinni Predator frá Gin Clear Media hefst klukkan átta. Er þar fylgst með fluguveiðmönnum eltast við stærstu fiska sem flugustangir ráða við. Væntanlega spillir ekki fyrir stemningunni að í hléi verð dregnir út happdrættismiðar þar sem veiðileyfi, gjafabréf og fleira. Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Góðir lokadagar í Tungufljóti Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Flott opnun í Fnjóská þrátt fyrir kulda Veiði
Verðlaunamyndin Predator verður sýnd á Rise-kvikmyndahátíðinni á fimmtudagskvöld. Á hátíðinni kynna veiðileyfasalar leyfi sem laus eru næsta sumar. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fluguveiðikvikmyndahátíðinni RISE verður margt á boðstólum í anddyri í Bíó Paradís frá því húsið opnar klukkan sjö. "Veiðiþjónustan Strengir verður á staðnum og kynnir fyrir okkur þær ár sem þeir eru í forsvari fyrir, Veiðifélagið Hreggnasi kemur líka og verður með kynningu á ánum sínum ásamt því að Veiðifélagið Lax-á verður á staðnum og færir okkur í sannleikann um vatnasvæðin sem þeir ráða yfir," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að kynning verði á hluta af því DVD úrvali sem nú er á hinum árlega Veiðibóka- og DVD markaði og að hægt að kaupa fluguveiðimyndir á staðnum. Sýning á myndinni Predator frá Gin Clear Media hefst klukkan átta. Er þar fylgst með fluguveiðmönnum eltast við stærstu fiska sem flugustangir ráða við. Væntanlega spillir ekki fyrir stemningunni að í hléi verð dregnir út happdrættismiðar þar sem veiðileyfi, gjafabréf og fleira.
Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Góðir lokadagar í Tungufljóti Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Flott opnun í Fnjóská þrátt fyrir kulda Veiði