Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2013 07:00 Á myndinni er hópurinn sem var við veiðar á Nessvæðinu í Aðaldal um helgina. Þarna eru bræðurnir Nökkvi og Máni Svavarssynir, bræðurnir Jón Óskar, Þorvar og Hringur Hafsteinssynir, bræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir, Örn, Davíð, Börkur, Sigvaldi, Sigþór og Þórir Grétar. Mynd/Ásmundur Helgason „Ég hélt mínu striki og er að verða eins konar „trendsetter“ í þessum hópi. Það þykir ekkert flott lengur að fá fisk heldur er aðalatriðið að segja sögur í veiðihúsinu. Og á bakkanum. Ég tók með mér Rod Stewart-ævisöguna og var mest að lesa upp úr henni á bakkanum. Meðan Þorvar bróðir var að flengja ána. Þetta var ótrúlega dautt,“ segir Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður og einn þekktasti stangveiðimaður landsins. Þessi tiltekni hópur, sem Jón Óskar fer árlega með í Laxá í Aðaldal, leggur upp úr því að allir séu ákaflega snyrtilegir í klæðaburði í veiðiferðinni og er ætíð haldin veisla á árbakkanum þar sem skartmennin háma í sig dýrindis krásir. Jón Óskar segir að í veiðihúsinu hafi verið sagðar veiðisögur frá því að fiskur var í ánni. „Svo er með okkur Máni Svavarsson tónlistarmaður, sem er einhver flottasti sögumaður sem maður veit um, og hann hélt lífinu í okkur með gamansögum og eftirhermum. Gunni Helga leikari tekur svo alltaf sína spretti.“ „Flestir í þessum hópi hafa veitt á þessum tíma í Nesi í fimm ár og var þetta óvenju slappur túr. Aðeins átta fiskar og þar af aðeins einn tveggja ára fiskur, þrátt fyrir að sumarið í sumar hafi gefið mjög vel í Nesi,“ segir Ásmundur Helgason – þrautreyndur veiðimaðurinn og einn félagsmanna. Ýmsar tilgátur voru um ástæður þess að laxinn tók ekki hjá hópnum að þessu sinni; sunnanáttin slekkur á ánni, hitasveiflur voru miklar, óvenju mikið vatn í ánni og sitthvað fleira var tínt til. „En ekki að hugsast gæti að veiðimenn væru ekki starfinu vaxnir. Reyndar var Hilmar Hansson, sem er okkar fremstur veiðimanna, ekki með að þessu sinni. En, þetta var frekar ónýtt.“ Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði
„Ég hélt mínu striki og er að verða eins konar „trendsetter“ í þessum hópi. Það þykir ekkert flott lengur að fá fisk heldur er aðalatriðið að segja sögur í veiðihúsinu. Og á bakkanum. Ég tók með mér Rod Stewart-ævisöguna og var mest að lesa upp úr henni á bakkanum. Meðan Þorvar bróðir var að flengja ána. Þetta var ótrúlega dautt,“ segir Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður og einn þekktasti stangveiðimaður landsins. Þessi tiltekni hópur, sem Jón Óskar fer árlega með í Laxá í Aðaldal, leggur upp úr því að allir séu ákaflega snyrtilegir í klæðaburði í veiðiferðinni og er ætíð haldin veisla á árbakkanum þar sem skartmennin háma í sig dýrindis krásir. Jón Óskar segir að í veiðihúsinu hafi verið sagðar veiðisögur frá því að fiskur var í ánni. „Svo er með okkur Máni Svavarsson tónlistarmaður, sem er einhver flottasti sögumaður sem maður veit um, og hann hélt lífinu í okkur með gamansögum og eftirhermum. Gunni Helga leikari tekur svo alltaf sína spretti.“ „Flestir í þessum hópi hafa veitt á þessum tíma í Nesi í fimm ár og var þetta óvenju slappur túr. Aðeins átta fiskar og þar af aðeins einn tveggja ára fiskur, þrátt fyrir að sumarið í sumar hafi gefið mjög vel í Nesi,“ segir Ásmundur Helgason – þrautreyndur veiðimaðurinn og einn félagsmanna. Ýmsar tilgátur voru um ástæður þess að laxinn tók ekki hjá hópnum að þessu sinni; sunnanáttin slekkur á ánni, hitasveiflur voru miklar, óvenju mikið vatn í ánni og sitthvað fleira var tínt til. „En ekki að hugsast gæti að veiðimenn væru ekki starfinu vaxnir. Reyndar var Hilmar Hansson, sem er okkar fremstur veiðimanna, ekki með að þessu sinni. En, þetta var frekar ónýtt.“
Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði