Bandarískt stórblað fjallar um Miðfjarðará - Draumaá stútfull af laxi Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2013 10:02 Af heimasíðu The New York Times. Bandaríska stórblaðið The New York Times fjallar í dag um laxveiði í Miðfjarðará á heimasíðu sínu. Blaðamaðurinn Peter Kaminsky fer þar fögrum orðum um ána en yfirskrift pistilsins er A Dream River in Iceland sem mætti þýða sem Draumaá á Íslandi stútfull af laxi. Kaminsky, sem er vanari að veiða með tvíhendu í breiðum ám í Kanada og Rússlandi, fjallar um veiðiferð sína í Miðfjarðará í sumar og er vægast sagt afar hrifinn - ekki síst út af umhverfinu og því hversu auðvelt er að kasta út flugunni þar. Í pistlinum lýsir hann því meðal annars þegar hann veiðir 94 sentimetra lax - 15 til 16 punda - og á síðan í heimspekilegum vangaveltum um veiða/sleppa aðferðina. Kaminsky er ekki síst hrifinn af veiðistaðnum Svartafljóti. Stóra stundin fyrir Kaminski í Miðfjarðará er þegar hann fær að leika eftir myndbandi sem hann sá fyrir mörgum árum- eitthvað sem hann hafði dreymt lengi um. Þá stendur hann við veiðistaðinn, nokkuð hátt uppi, kastar nokkra metra niður í ánna og eftir ítarlegar leiðbeiningar frá leiðsögumanni sér hann hvar vænn fiskur rífur sig burt úr stórri torfu og ræðst á fluguna. Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu The New York Times. Stangveiði Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Stórar laxagöngur á stórstreyminu í gær Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Núna er tíminn til að minnka flugurnar Veiði Ytri Rangá komin yfir 2.000 laxa Veiði
Bandaríska stórblaðið The New York Times fjallar í dag um laxveiði í Miðfjarðará á heimasíðu sínu. Blaðamaðurinn Peter Kaminsky fer þar fögrum orðum um ána en yfirskrift pistilsins er A Dream River in Iceland sem mætti þýða sem Draumaá á Íslandi stútfull af laxi. Kaminsky, sem er vanari að veiða með tvíhendu í breiðum ám í Kanada og Rússlandi, fjallar um veiðiferð sína í Miðfjarðará í sumar og er vægast sagt afar hrifinn - ekki síst út af umhverfinu og því hversu auðvelt er að kasta út flugunni þar. Í pistlinum lýsir hann því meðal annars þegar hann veiðir 94 sentimetra lax - 15 til 16 punda - og á síðan í heimspekilegum vangaveltum um veiða/sleppa aðferðina. Kaminsky er ekki síst hrifinn af veiðistaðnum Svartafljóti. Stóra stundin fyrir Kaminski í Miðfjarðará er þegar hann fær að leika eftir myndbandi sem hann sá fyrir mörgum árum- eitthvað sem hann hafði dreymt lengi um. Þá stendur hann við veiðistaðinn, nokkuð hátt uppi, kastar nokkra metra niður í ánna og eftir ítarlegar leiðbeiningar frá leiðsögumanni sér hann hvar vænn fiskur rífur sig burt úr stórri torfu og ræðst á fluguna. Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu The New York Times.
Stangveiði Mest lesið Syðri Brú að verða uppseld Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Stórar laxagöngur á stórstreyminu í gær Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Núna er tíminn til að minnka flugurnar Veiði Ytri Rangá komin yfir 2.000 laxa Veiði