Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. maí 2013 20:30 Þorsteinn Hafþórsson segir hægt að slíta upp fiska í Hnausatjörn ef menn nenni fyrir hrollköldu norðanbálinu. Mynd / Úr einkasafni. Kuldatíðin setur verulegt strik í reikning veiðimanna nyrðra en slær þá samt ekki alveg út af laginu. Þorsteinn Hafþórsson, leiðsögumaður á Blönduósi, segist halda að fáir veiðimenn séu að reyna fyrir þessa dagana á hans slóðum. "Ég heyrði þó í einum sem gerði góða veiði í Blöndu," segir Þorsteinn. "Hann skrapp í fjóra tíma fyrir kuldakastið og fékk einn urriða sem var sirka fjögur pund og eina bleikju um þrjú pund. Svo fékk hann nokkra niðurgöngulaxa. Hann prófaði bara tvo staði." Þorsteinn segir helming Hópsins enn hafa verið ísilagðan fyrir aðeins þremur dögum. Það séu flest önnur vatn á svæðinu meira og minna líka. "Hnausatjörn er þó orðin auð orðin og þar er hægt að slíta upp fiska ef menn nenna að berja í norðan kuldanum," segir Þorsteinn Hafþórsson. Stangveiði Mest lesið Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Ytri Rangá opnaði í morgun Veiði Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Veiði
Kuldatíðin setur verulegt strik í reikning veiðimanna nyrðra en slær þá samt ekki alveg út af laginu. Þorsteinn Hafþórsson, leiðsögumaður á Blönduósi, segist halda að fáir veiðimenn séu að reyna fyrir þessa dagana á hans slóðum. "Ég heyrði þó í einum sem gerði góða veiði í Blöndu," segir Þorsteinn. "Hann skrapp í fjóra tíma fyrir kuldakastið og fékk einn urriða sem var sirka fjögur pund og eina bleikju um þrjú pund. Svo fékk hann nokkra niðurgöngulaxa. Hann prófaði bara tvo staði." Þorsteinn segir helming Hópsins enn hafa verið ísilagðan fyrir aðeins þremur dögum. Það séu flest önnur vatn á svæðinu meira og minna líka. "Hnausatjörn er þó orðin auð orðin og þar er hægt að slíta upp fiska ef menn nenna að berja í norðan kuldanum," segir Þorsteinn Hafþórsson.
Stangveiði Mest lesið Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Ytri Rangá opnaði í morgun Veiði Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Veiði