Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. apríl 2013 21:40 Væn bleikja komin á land. Mynd / svak.is Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma. Sagt er frá leiðangrinum á heimasíðu Stangaveiðifélags Akureyrar. "Farið var í könnunarleiðangur í Hörgá þann 27.apríl 2013 til að sjá hvernig hún kæmi undan vetri. Eins og flestir vita mun Hörgáin opna 1.maí á þessu ári en hefur vanalega opnað í lok maí mánaðar eða í kringum 20 maí," segir á svak.is. "Það eru því ekki nema örfáir dagar þangað til veiðiþyrstir einstaklingar geta farið að reyna við fiskinn í Hörgá.Það er skemmst frá því að segja að það er mikið af fiski í Hörgá og því ættu veiðimenn að geta gert góða túra í maí mánuði. Áin er hvíld eftir veturinn og veiðistaðir óbarðir af veiðimönnum." Stangaveiðifélag Akureyrar selur leyfin í Hörgá á heimasíðu sinni. Þar eru veiðmenn hvattir til að gefa Hörgánni gaum. "Það er fátt skemmtilegra en að koma að hvíldri á þar sem fiskurinn er ekki styggur og i tökustuði eins og hann var hjá okkur í dag," segir í frásögninni sem birtist í gær. Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði
Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma. Sagt er frá leiðangrinum á heimasíðu Stangaveiðifélags Akureyrar. "Farið var í könnunarleiðangur í Hörgá þann 27.apríl 2013 til að sjá hvernig hún kæmi undan vetri. Eins og flestir vita mun Hörgáin opna 1.maí á þessu ári en hefur vanalega opnað í lok maí mánaðar eða í kringum 20 maí," segir á svak.is. "Það eru því ekki nema örfáir dagar þangað til veiðiþyrstir einstaklingar geta farið að reyna við fiskinn í Hörgá.Það er skemmst frá því að segja að það er mikið af fiski í Hörgá og því ættu veiðimenn að geta gert góða túra í maí mánuði. Áin er hvíld eftir veturinn og veiðistaðir óbarðir af veiðimönnum." Stangaveiðifélag Akureyrar selur leyfin í Hörgá á heimasíðu sinni. Þar eru veiðmenn hvattir til að gefa Hörgánni gaum. "Það er fátt skemmtilegra en að koma að hvíldri á þar sem fiskurinn er ekki styggur og i tökustuði eins og hann var hjá okkur í dag," segir í frásögninni sem birtist í gær.
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði