Hölkná og Ólafsfjarðará kynntar í Amaróhúsinu 3. febrúar 2013 23:51 Töluverð sjóbleikjuveiði er í Ólafsfjarðará. Mynd / Trausti Hafliðason Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Ragnar Hólm Ragnarsson mun fræða menn um Ólafsfjarðará, sem er fín bleikjuá. Ólafsfjarðará er dragá sem á upptök austast á Lágheiðinni og rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún er 61 kílómetra löng og meðalvatnsmikil. Henni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Auk kynningar um Ólafsfjarðará mun fulltrúi Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri lýsa leyndardómum Hölknár í Þistilfirði, sem er laxveiðiá. Hölkná er 49 kílómetra löng dragá sem fellur í Þistilfjörð hjá Ytra Álandi. Á árunum 1974 til 2008 veiddist að meðaltali 91 lax í ánni á ári. Eins og áður eru það Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flugan á Akureyri og Stangaveiðifélagið Flúðir sem standa saman að opna húsinu. Það er haldið í Amaróhúsinu við göngugötuna á Akureyri og hefst klukkan 20, annað kvöld - mánudag. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Ragnar Hólm Ragnarsson mun fræða menn um Ólafsfjarðará, sem er fín bleikjuá. Ólafsfjarðará er dragá sem á upptök austast á Lágheiðinni og rennur til Ólafsfjarðarvatns í Ólafsfirði. Hún er 61 kílómetra löng og meðalvatnsmikil. Henni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Auk kynningar um Ólafsfjarðará mun fulltrúi Stangaveiðifélagsins Flugunnar á Akureyri lýsa leyndardómum Hölknár í Þistilfirði, sem er laxveiðiá. Hölkná er 49 kílómetra löng dragá sem fellur í Þistilfjörð hjá Ytra Álandi. Á árunum 1974 til 2008 veiddist að meðaltali 91 lax í ánni á ári. Eins og áður eru það Stangaveiðifélag Akureyrar, Stangaveiðifélagið Flugan á Akureyri og Stangaveiðifélagið Flúðir sem standa saman að opna húsinu. Það er haldið í Amaróhúsinu við göngugötuna á Akureyri og hefst klukkan 20, annað kvöld - mánudag. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði