Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Svavar Hávarðsson skrifar 24. febrúar 2013 07:00 Mynd/Svavar "Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá. Á aðalfundi Stangveiðifélags Reykjavíkur á fimmtudag vék formaðurinn, Bjarni Júlíusson í ræðu sinni að útboðum á laxveiðiám síðustu vikur og þeirri staðreynd að niðurstöður útboðanna sýna svo ekki verður um villst að breytingar eru að eiga sér stað á þessum markaði, og veiðileyfasalar virðast í flestum tilvikum vera mjög varkárir. Í þessu sambandi ræddi hann um útboð Norðurár. Um Norðurá sagði Bjarni að tilboð SVFR í veiðiréttinn fyrir tímabilið 2014-2018 hefði verið „alger hámarkstala" hvað félagið varðaði. Tilboðið hljóðaði eins og kunnugt er uppá 83,5 milljónir króna. „Við vildum einfaldlega vera sjálfum okkur samkvæm. Engin önnur tilboð bárust. Það segir sína sögu, enginn annar en SVFR treysti sér í að bjóða í Norðurá. Á fundi veiðifélagsins var ákveðið að hafna báðum tilboðum okkar og engar formlegar viðræður á milli aðila hafa átt sér stað síðan. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður í þessu máli. Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá, en það var hærra tilboð okkar. Að okkar mati lýsir það vel hvernig staðan er. Það eru ekki sömu aðstæður og þegar sprengitilboðið kom í Þverá/Kjarrá fyrir rúmu ári síðan," sagði Bjarni í ræðu sinni. Bjarni sagði jafnframt að alltaf væri það nú svo að einhver væri tilbúinn að stökkva inn á veiðileyfamarkaðinn og taka ár á leigu með greiðslu hárra upphæða – og tapa á því. „Verði þeim að góðu. Við ætlum að minnsta kosti ekki að gera það. Við verðum að sýna ábyrgð og gera þær kröfur að þær ár sem eru innan vébanda félagsins verði ekki fjárhagslegur baggi á félaginu," sagði Bjarni en ítrekaði þann vilja félagsins að halda Norðurá innan vébanda SVFR. Auðvitað væri vilji til að semja við Norðurárbændur, en „allir verða að skilja hver staða þessa markaðar er orðin og slíkir samningar verða að nást á grundvelli skynsemi og markaðsaðstæðna." Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði
"Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá. Á aðalfundi Stangveiðifélags Reykjavíkur á fimmtudag vék formaðurinn, Bjarni Júlíusson í ræðu sinni að útboðum á laxveiðiám síðustu vikur og þeirri staðreynd að niðurstöður útboðanna sýna svo ekki verður um villst að breytingar eru að eiga sér stað á þessum markaði, og veiðileyfasalar virðast í flestum tilvikum vera mjög varkárir. Í þessu sambandi ræddi hann um útboð Norðurár. Um Norðurá sagði Bjarni að tilboð SVFR í veiðiréttinn fyrir tímabilið 2014-2018 hefði verið „alger hámarkstala" hvað félagið varðaði. Tilboðið hljóðaði eins og kunnugt er uppá 83,5 milljónir króna. „Við vildum einfaldlega vera sjálfum okkur samkvæm. Engin önnur tilboð bárust. Það segir sína sögu, enginn annar en SVFR treysti sér í að bjóða í Norðurá. Á fundi veiðifélagsins var ákveðið að hafna báðum tilboðum okkar og engar formlegar viðræður á milli aðila hafa átt sér stað síðan. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður í þessu máli. Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá, en það var hærra tilboð okkar. Að okkar mati lýsir það vel hvernig staðan er. Það eru ekki sömu aðstæður og þegar sprengitilboðið kom í Þverá/Kjarrá fyrir rúmu ári síðan," sagði Bjarni í ræðu sinni. Bjarni sagði jafnframt að alltaf væri það nú svo að einhver væri tilbúinn að stökkva inn á veiðileyfamarkaðinn og taka ár á leigu með greiðslu hárra upphæða – og tapa á því. „Verði þeim að góðu. Við ætlum að minnsta kosti ekki að gera það. Við verðum að sýna ábyrgð og gera þær kröfur að þær ár sem eru innan vébanda félagsins verði ekki fjárhagslegur baggi á félaginu," sagði Bjarni en ítrekaði þann vilja félagsins að halda Norðurá innan vébanda SVFR. Auðvitað væri vilji til að semja við Norðurárbændur, en „allir verða að skilja hver staða þessa markaðar er orðin og slíkir samningar verða að nást á grundvelli skynsemi og markaðsaðstæðna."
Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði