Gersemar á bókamörkuðum Trausti Hafliðason skrifar 26. febrúar 2013 17:54 Hér eru nokkrar veiðibækur sem hægt er að finna á bókamarkaðnum í Perlunnil. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu. Markaðurinn í Veiðivon, Mörkinni 6, hófst 15. febrúar og stendur til 16. mars. Þar er til dæmis hægt að kaupa bækurnar Vatnavitjun og Varstu að fá hann eftir Guðmund Guðjónsson, Hann er á! eftir Þröst Elliðason og bækur Eggerts Skúlasonar svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þar að finna nýrri bækur eins og til dæmis Veiðisögur og Ána eftir Bubba Morthens. Þá er nokkuð af dvd-diskum og VHS-vídeóspólum um veiði. Bókamarkaðurinn í Perlunni hófst í síðustu viku og stendur til 10. mars. Á þessum risamarkaði eru nokkrar veiðibækur. Má þar til dæmis nefna Íslenskar veiðiár eftir R.N. Stewart í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar, Leitin að stórlaxinum eftir Gunnar Helgason og Ásmund Helgason og Flugkast - Norræna aðferðin eftir Henrik Mortensen. Hér hafa bara nokkrir titlar verið nefndir en veiðimenn ættu flestir að finna eitthvað sem hugur þeirra girnist á þessum mörkuðum.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði 30 laxar veiðst í Elliðaánum Veiði
Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu. Markaðurinn í Veiðivon, Mörkinni 6, hófst 15. febrúar og stendur til 16. mars. Þar er til dæmis hægt að kaupa bækurnar Vatnavitjun og Varstu að fá hann eftir Guðmund Guðjónsson, Hann er á! eftir Þröst Elliðason og bækur Eggerts Skúlasonar svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þar að finna nýrri bækur eins og til dæmis Veiðisögur og Ána eftir Bubba Morthens. Þá er nokkuð af dvd-diskum og VHS-vídeóspólum um veiði. Bókamarkaðurinn í Perlunni hófst í síðustu viku og stendur til 10. mars. Á þessum risamarkaði eru nokkrar veiðibækur. Má þar til dæmis nefna Íslenskar veiðiár eftir R.N. Stewart í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar, Leitin að stórlaxinum eftir Gunnar Helgason og Ásmund Helgason og Flugkast - Norræna aðferðin eftir Henrik Mortensen. Hér hafa bara nokkrir titlar verið nefndir en veiðimenn ættu flestir að finna eitthvað sem hugur þeirra girnist á þessum mörkuðum.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði 30 laxar veiðst í Elliðaánum Veiði