Handbolti

Aron: Hreiðar tók þessu eins og íþróttamaður

Hreiðar situr heima í fyrsta skipti í átta ár.
Hreiðar situr heima í fyrsta skipti í átta ár. mynd/vilhelm
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að það hafi verið mjög erfitt að velja tvo markmenn fyrir HM á Spáni.

Aron valdi þá Aron Rafn Eðvarðsson og Björgvin Pál Gústavsson. Reynsluboltinn Hreiðar Levý Guðmundsson situr því eftir en hann hefur tekið þátt í níu stórmótum í röð.

"Hreiðar tók þessu eins og íþróttamaður. Veit að hann er hluti af hópnum og er klár ef kallið kemur. Nú fer hann heim að hitta fjölskylduna og heldur svo áfram að æfa. Ég veit af því að hann er tilbúinn ef ég vil kalla á hann. Auðvitað vildi hann fara með eins og allir aðrir en svona er þetta bara," sagði landsliðsþjálfarinn.

Nánar er rætt við Aron í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×