Miðasalan á Eistnaflug er hafin. Ómar Úlfur skrifar 1. nóvember 2013 11:18 Það er góð og heilbrigð stemning á Eistnaflugi. Tónlistarhátíðin Eistnaflug fagnar 10 ára afmæli sínu næsta sumar. Afmælishátíðin verður haldin dagana 10.-12. júlí næstkomandi í Egilsbúð á Neskaupstað. Miðvikudaginn 9. júlí verður upphitun fyrir sjálfa hátíðina í Egilsbúð. Þar koma fram Skálmöld, Brain Police og The Vintage Caravan á tónleikum fyrir alla aldurshópa. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indírokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir. Þær íslenskar hljómsveitir sem staðfest hafa komu sína á hátíðina næsta sumar eru: HAM, Sólstafir, Skálmöld, Brain Police, The Vintage Caravan, Severed Crotch, Momentum, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Strigaskór nr.42, Kontinuum, Gone Postal, Malignant Mist, Ophidian I, Saktmóðigur og Skelkur í bringu.Fremst í flokki erlendra hljómsveita er goðsagnakennda dauðarokkssveitin At the Gates frá Svíðþjóð, þá mun Doom/Sludge-sveitin Zatokrev frá Sviss og Thrashmálmssveitin Havok frá Bandaríkjunum einnig mæta á Eistnaflug 2014. Hliðardagskráin Mayhemisphere verður á sínum stað með andlitsmálun, tónleika, gjörninga og listasýningar. Eistnaflug leggur gríðarlega mikla áherslu á það að allir hegði sér vel og þess vegna er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!Miðasalan er hafin á midi.is. Hér fyrir ofan má hlusta á viðtal úr miðdegisþættinum Ómar á X-977 við þau Stefán Magnússon og Guðnýju Láru Thorarensen sem skipuleggja Eistnaflug Harmageddon Mest lesið „Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Notuðu Twitter aðgang Mike Tyson til að kynna nýja plötu. Harmageddon Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Keyrir ekki um á Range Rover Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon
Tónlistarhátíðin Eistnaflug fagnar 10 ára afmæli sínu næsta sumar. Afmælishátíðin verður haldin dagana 10.-12. júlí næstkomandi í Egilsbúð á Neskaupstað. Miðvikudaginn 9. júlí verður upphitun fyrir sjálfa hátíðina í Egilsbúð. Þar koma fram Skálmöld, Brain Police og The Vintage Caravan á tónleikum fyrir alla aldurshópa. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indírokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir. Þær íslenskar hljómsveitir sem staðfest hafa komu sína á hátíðina næsta sumar eru: HAM, Sólstafir, Skálmöld, Brain Police, The Vintage Caravan, Severed Crotch, Momentum, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Strigaskór nr.42, Kontinuum, Gone Postal, Malignant Mist, Ophidian I, Saktmóðigur og Skelkur í bringu.Fremst í flokki erlendra hljómsveita er goðsagnakennda dauðarokkssveitin At the Gates frá Svíðþjóð, þá mun Doom/Sludge-sveitin Zatokrev frá Sviss og Thrashmálmssveitin Havok frá Bandaríkjunum einnig mæta á Eistnaflug 2014. Hliðardagskráin Mayhemisphere verður á sínum stað með andlitsmálun, tónleika, gjörninga og listasýningar. Eistnaflug leggur gríðarlega mikla áherslu á það að allir hegði sér vel og þess vegna er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!Miðasalan er hafin á midi.is. Hér fyrir ofan má hlusta á viðtal úr miðdegisþættinum Ómar á X-977 við þau Stefán Magnússon og Guðnýju Láru Thorarensen sem skipuleggja Eistnaflug
Harmageddon Mest lesið „Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Notuðu Twitter aðgang Mike Tyson til að kynna nýja plötu. Harmageddon Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Keyrir ekki um á Range Rover Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon