Handbolti

Frábær byrjun heimamanna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Serbinn Nikola Manojlovic tekur hressilega á Pólverjanum Mihal Jurecki.
Serbinn Nikola Manojlovic tekur hressilega á Pólverjanum Mihal Jurecki. MYND:NORDIC PHOTOS/AFP
Serbía gerði sér lítið fyrir og skellti Pólverjum 22-18 í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Serbía var mikið betri allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu.

Varnarleikur heimamanna var magnaður í leiknum héldu sterku liði Póllands í aðeins 7 mörkum í fyrri hálfleik en Serbía var fjórum mörkum yfir í hálfleik 11-7.

Marko Vujin og Ivan Mikcevic voru markahæstir í liði heimamanna með sex mörk hvor og Darko Stanic lék mjög vel í marki liðsins.

Athygli vakti að Karol Bielecki lék aðeins 23 síðustu mínútur leiksins en stórskyttan var engu að síður markahæstur Pólverja með fjögur mörk. Michal Jurecki kom næstur með þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×