Styttist í opnun Elliðaánna: Vorhreinsun á fimmtudaginn 12. júní 2012 13:22 Sjávarfossinn, eitt helsta kennileiti Elliðaánna. Mynd / Trausti Hafliðason Nú styttist í að veiði hefjist í Elliðaánum, en árnar verða opnaðar miðvikudaginn 20. júní eða í næstu viku. Vegna þessa fer hin árlega vorhreinsun Elliðánna fram á fimmtudaginn, 14. júní. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) kemur fram að hreinsunarstarfið hefjist klukkan 17 og eru félagsmenn sem og aðrir velunnarar Elliðaánna hvattir til að leggja hönd á plóginn. Mæting er við veiðihúsið við Elliðaárnar og æskilegt er að þátttakendur verði í vöðlum, því víða liggur rusl í ánum sem og á árbakkanum. "Hreinsun Elliðaánna er eitt af hefðbundnum vorverkum sem Elliðaárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur með að gera," segir á vef SVFR. "Vaxandi þátttaka hefur verið meðal félagsmanna við hreinsunarstörfin, enda tilvalið fyrir þá sem ætla að veiða í ánum í sumar að skoða árnar með þessum hætti og láta um leið gott af sér leiða. Minnt er á að lax er genginn í árnar og gefst tækifæri til að kíkja á þá í leiðinni." Eins og áður sagði verða Elliðaárnar opnaðar með viðhöfn miðvikudaginn 20. júní "og hefur það jafnan verið metnaðarmál SVFR að árnar og nánasta umhverfi þeirra verði hreint og snyrtilegt við það tækifæri sem önnur." Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Nú styttist í að veiði hefjist í Elliðaánum, en árnar verða opnaðar miðvikudaginn 20. júní eða í næstu viku. Vegna þessa fer hin árlega vorhreinsun Elliðánna fram á fimmtudaginn, 14. júní. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) kemur fram að hreinsunarstarfið hefjist klukkan 17 og eru félagsmenn sem og aðrir velunnarar Elliðaánna hvattir til að leggja hönd á plóginn. Mæting er við veiðihúsið við Elliðaárnar og æskilegt er að þátttakendur verði í vöðlum, því víða liggur rusl í ánum sem og á árbakkanum. "Hreinsun Elliðaánna er eitt af hefðbundnum vorverkum sem Elliðaárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur með að gera," segir á vef SVFR. "Vaxandi þátttaka hefur verið meðal félagsmanna við hreinsunarstörfin, enda tilvalið fyrir þá sem ætla að veiða í ánum í sumar að skoða árnar með þessum hætti og láta um leið gott af sér leiða. Minnt er á að lax er genginn í árnar og gefst tækifæri til að kíkja á þá í leiðinni." Eins og áður sagði verða Elliðaárnar opnaðar með viðhöfn miðvikudaginn 20. júní "og hefur það jafnan verið metnaðarmál SVFR að árnar og nánasta umhverfi þeirra verði hreint og snyrtilegt við það tækifæri sem önnur."
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði