Guðmundur: Óli hefur ekki verið svona góður í tíu ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2012 07:30 Ólafur Stefánsson. Guðmundur Guðmundsson hrósar landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni í hástert. Ólafur er í ótrúlegu formi og skoraði tíu mörk í ellefu skotum gegn Túnis í gær. Hreiðar Levý Guðmundsson sneri þá töpuðum leik við með hreint út sagt magnaðri markvörslu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Íslenska landsliðið hafnaði í þriðja sæti á æfingamóti í Frakklandi sem fram fór um helgina. Ísland tapaði gegn Spáni síðasta föstudag en vann svo Túnis, 31-27, í bronsleiknum í gær. Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson kom til bjargar í leiknum í gær. Varði níu skot og fékk aðeins á sig tvö mörk. Þegar hann kom inn var Ísland fjórum mörkum undir í leiknum. Ólafur Stefánsson var einnig stórkostlegur með tíu mörk í ellefu skotum. „Í heildina er ég nokkuð sáttur við leikinn þó svo það væru slakir kaflar inn á milli. Við leystum líka sóknarleikinn illa þegar Óli var tekinn úr umferð. Við höfum ekkert æft það en þurfum að fara að vinna i því," sagði Guðmundur sem var hæstánægður með að fá þennan leik enda mun Ísland mæta Túnis á Ólympíuleikunum í London. „Mér finnst varnarleikurinn á hárréttri leið. Erum fljótir á fótum og strategían að halda. Við fáum of mörg hraðaupphlaup á okkur en löguðum það. Markvarslan var góð framan af en svo kom Hreiðar með stórkostlega markvörslu. Hann og vörnin voru frábær." Björgvin varði ágætlega í leiknum en innkoma Hreiðars var eins og áður segir mögnuð. „Hreiðar hefur verið að standa sig mjög vel á æfingum og hefur sýnt að hann er í góðu formi." Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan seinni hálfleikinn en hann er enn að jafna sig af meiðslum. „Það munaði um minna. Guðjón er samt á réttri leið en við tökum enga áhættu með hann," sagði Guðmundur en Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson skiptust á að vera í horninu í seinni hálfleik. „Snorri leysti það mjög vel og vonandi verður ekki þörf á því að leysa þetta. Við vonum að það verði í lagi með Guðjón í London." Ingimundur virðist vera búinn að hrista af sér sín meiðsli og lék af krafti í gær. Aron Pálmarsson gat aftur á móti lítið leikið en hann er slæmur í hnénu. „Við þurfum að fá meira frá honum. Það á að skoða hans mál betur er við komum heim. Hann kennir sér meins í hnénu." Guðmundur hrósaði fyrirliðanum Ólafi Stefánssyni sérstaklega en hann var frábær í leiknum og virkar í ótrúlega góðu formi. „Ég hef ekki séð Óla svona góðan síðan árið 2002. Hann var stórkostlegur og er í ótrúlegu formi," sagði þjálfarinn en hann segir liðið vera á réttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í London. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hrósar landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni í hástert. Ólafur er í ótrúlegu formi og skoraði tíu mörk í ellefu skotum gegn Túnis í gær. Hreiðar Levý Guðmundsson sneri þá töpuðum leik við með hreint út sagt magnaðri markvörslu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Íslenska landsliðið hafnaði í þriðja sæti á æfingamóti í Frakklandi sem fram fór um helgina. Ísland tapaði gegn Spáni síðasta föstudag en vann svo Túnis, 31-27, í bronsleiknum í gær. Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson kom til bjargar í leiknum í gær. Varði níu skot og fékk aðeins á sig tvö mörk. Þegar hann kom inn var Ísland fjórum mörkum undir í leiknum. Ólafur Stefánsson var einnig stórkostlegur með tíu mörk í ellefu skotum. „Í heildina er ég nokkuð sáttur við leikinn þó svo það væru slakir kaflar inn á milli. Við leystum líka sóknarleikinn illa þegar Óli var tekinn úr umferð. Við höfum ekkert æft það en þurfum að fara að vinna i því," sagði Guðmundur sem var hæstánægður með að fá þennan leik enda mun Ísland mæta Túnis á Ólympíuleikunum í London. „Mér finnst varnarleikurinn á hárréttri leið. Erum fljótir á fótum og strategían að halda. Við fáum of mörg hraðaupphlaup á okkur en löguðum það. Markvarslan var góð framan af en svo kom Hreiðar með stórkostlega markvörslu. Hann og vörnin voru frábær." Björgvin varði ágætlega í leiknum en innkoma Hreiðars var eins og áður segir mögnuð. „Hreiðar hefur verið að standa sig mjög vel á æfingum og hefur sýnt að hann er í góðu formi." Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan seinni hálfleikinn en hann er enn að jafna sig af meiðslum. „Það munaði um minna. Guðjón er samt á réttri leið en við tökum enga áhættu með hann," sagði Guðmundur en Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson skiptust á að vera í horninu í seinni hálfleik. „Snorri leysti það mjög vel og vonandi verður ekki þörf á því að leysa þetta. Við vonum að það verði í lagi með Guðjón í London." Ingimundur virðist vera búinn að hrista af sér sín meiðsli og lék af krafti í gær. Aron Pálmarsson gat aftur á móti lítið leikið en hann er slæmur í hnénu. „Við þurfum að fá meira frá honum. Það á að skoða hans mál betur er við komum heim. Hann kennir sér meins í hnénu." Guðmundur hrósaði fyrirliðanum Ólafi Stefánssyni sérstaklega en hann var frábær í leiknum og virkar í ótrúlega góðu formi. „Ég hef ekki séð Óla svona góðan síðan árið 2002. Hann var stórkostlegur og er í ótrúlegu formi," sagði þjálfarinn en hann segir liðið vera á réttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í London.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira