Erum að nálgast Króata Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 16. janúar 2012 07:00 Landsliðsmennirnir Vignir Svavarsson, Þórir Ólafsson og Sverre Jakobsson í göngutúr í gær. Mynd/Vilhelm Stóra stundin er runnin upp og í kvöld mætir Ísland einu besta handboltaliði heims, Króatíu, á EM í Serbíu. Eins og kunnugt er verður Ísland án Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar á mótinu. Svo veiktist markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson í gær og er óvissa með hans þátttöku í kvöld. „Það er alltaf sérstök tilfinning að hefja leik á stórmóti. Það er um margt að hugsa þessa dagana en við undirbúum okkur af kostgæfni og höfum verið duglegir að greina króatíska liðið síðustu daga," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þegar landsliðið var nýbúið á myndbandsfundi þar sem bardagaáætlun kvöldsins var yfirfarin. „Ég verð að játa að fyrsta markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú núna er að komast upp úr riðlinum. Það væri glórulaust að hugsa lengra fram í tímann. Það væri frábær árangur hjá liðinu að ná því," sagði Guðmundur en hvað með Króataleikinn í kvöld? „Við verðum að spila gríðarlega vel til þess að leggja Króata af velli. Við gerum okkur vel grein fyrir því. Það er að mörgu leyti ágætt að byrja að mæta þeim," sagði Guðmundur en íslenska liðinu hefur gengið illa gegn Króötum síðustu ár. „Við höfum vissulega ekki riðið feitum hesti í viðureignum okkar gegn Króötum. Við erum samt að nálgast þá eins og síðustu tveir leikir bera vitni um. Á HM í Svíþjóð í fyrra töpuðum við með einu marki gegn þeim og leiddum leikinn í 48 mínútur. Það er því allt mögulegt en við verðum samt að ná algjörum toppleik til þess að vinna." Guðmundur viðurkennir að það sé óneitanlega sérstakt að mæta til leiks án þeirra Ólafs og Snorra sem hafa verið algjörir lykilmenn í landsliðinu í fjölda ára. Hann segir liðið ekki vera að velta sér upp úr því og stemningin í hópnum sé góð líkt og endranær. „Það er alltaf góð stemning í kringum þetta lið og maður kannski sér ekki alveg hvernig stemningin er fyrr en ballið byrjar af alvöru. Andinn er góður í liðinu og menn eins vel stemmdir og hægt er að ég tel." Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Stóra stundin er runnin upp og í kvöld mætir Ísland einu besta handboltaliði heims, Króatíu, á EM í Serbíu. Eins og kunnugt er verður Ísland án Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar á mótinu. Svo veiktist markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson í gær og er óvissa með hans þátttöku í kvöld. „Það er alltaf sérstök tilfinning að hefja leik á stórmóti. Það er um margt að hugsa þessa dagana en við undirbúum okkur af kostgæfni og höfum verið duglegir að greina króatíska liðið síðustu daga," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þegar landsliðið var nýbúið á myndbandsfundi þar sem bardagaáætlun kvöldsins var yfirfarin. „Ég verð að játa að fyrsta markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú núna er að komast upp úr riðlinum. Það væri glórulaust að hugsa lengra fram í tímann. Það væri frábær árangur hjá liðinu að ná því," sagði Guðmundur en hvað með Króataleikinn í kvöld? „Við verðum að spila gríðarlega vel til þess að leggja Króata af velli. Við gerum okkur vel grein fyrir því. Það er að mörgu leyti ágætt að byrja að mæta þeim," sagði Guðmundur en íslenska liðinu hefur gengið illa gegn Króötum síðustu ár. „Við höfum vissulega ekki riðið feitum hesti í viðureignum okkar gegn Króötum. Við erum samt að nálgast þá eins og síðustu tveir leikir bera vitni um. Á HM í Svíþjóð í fyrra töpuðum við með einu marki gegn þeim og leiddum leikinn í 48 mínútur. Það er því allt mögulegt en við verðum samt að ná algjörum toppleik til þess að vinna." Guðmundur viðurkennir að það sé óneitanlega sérstakt að mæta til leiks án þeirra Ólafs og Snorra sem hafa verið algjörir lykilmenn í landsliðinu í fjölda ára. Hann segir liðið ekki vera að velta sér upp úr því og stemningin í hópnum sé góð líkt og endranær. „Það er alltaf góð stemning í kringum þetta lið og maður kannski sér ekki alveg hvernig stemningin er fyrr en ballið byrjar af alvöru. Andinn er góður í liðinu og menn eins vel stemmdir og hægt er að ég tel."
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira