Handbolti

Balic með Króötum á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivano Balic, einn besti handboltamaður heims, er orðinn betri af meiðslum sínum og verður í leikmannahópi Króatíu gegn Íslandi á EM í handbolta í kvöld.

Balic glímdi við smávægileg meiðsli í aðdraganda mótsins og var óvíst um þátttöku hans. En fjölmiðlafulltrúi króatíska handboltasambandsins staðfesti í samtali við TV2 í Noregi að Balic verður með.

„Hann er betri. Við vitum ekki hversu mikið hann getur spilað en hann verður með í hópnum," sagði Zlatko Skrinjar við TV2. „Það vita allir hvað hann gegnir mikilvægu hlutverki í liðinu. Það skiptir máli að hafa hann með, jafnvel þótt að hann myndi bara sitja á bekknum."

Hér fyrir ofan má sjá myndbandssyrpu með tilþrifum frá þessum öfluga handknattleiksmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×