Leik lokið: Króatía - Ísland 31-29 | Naumt og svekkjandi tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 16:49 Igor Vori skoraði þrjú mörk í dag. Nordic Photos / AFP Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Ísland var með forystu í hálfleik, 15-14, og skrefinu framar lengst af í leiknum. En Króatar náðu með öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Mirko Alilovic að síga fram úr á lokamínútunum og tryggja sér sigur. Strákarnir spiluðu glimrandi vel fyrstu 50 mínútur leiksins og vory í forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var góður og eftir rólega byrjun náði Björgvin Páll að komast í takt við leikinn og verja nokkur góð skot. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en hefur oft verið betri. Sverre Jakobsson fékk snemma tvær brottvísanir í leiknum sem setti strik í reikninginn en strákarnir náðu oftast að svara fyrir sig í sókninni og halda þannig undirtökunum í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og jafnt á flestum tölum. Ísland var þó alltaf fyrri til að skora en þetta snerist svo við á síðustu mínútunum. Denis Buntic kom Króötum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 29-28, og strákarnir lentu á vegg þegar þeir reyndu að sækja gegn króatísku vörninni. Þeir voru þvingaðir í erfið skot sem Alilovic varði næsta auðveldlega. Ivano Balic gerði ekki mikið í leiknum en hann fiskaði þó dýrmætt víti þegar mínúta var eftir og Ivan Cupic tryggði Króötum sigurinn með því að skora úr því. Óvenjulegt var að sjá að línumönnunum Róberti Gunnarssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni tókst ekki að skora í dag þrátt fyrir nokkur dauðafæri. En fleiri mistök voru gerð á báðum endum vallarins sem reynast dýrkeypt í svona jöfnum leik. Miðað við spilamennskuna í dag er þó full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hina tvo leikina. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og ætla sér sjálfsagt að fara langt á þessu móti eins og á öllum öðrum. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á miðvikudag og nú dugar ekkert annað en sigur. Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Ísland var með forystu í hálfleik, 15-14, og skrefinu framar lengst af í leiknum. En Króatar náðu með öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Mirko Alilovic að síga fram úr á lokamínútunum og tryggja sér sigur. Strákarnir spiluðu glimrandi vel fyrstu 50 mínútur leiksins og vory í forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var góður og eftir rólega byrjun náði Björgvin Páll að komast í takt við leikinn og verja nokkur góð skot. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en hefur oft verið betri. Sverre Jakobsson fékk snemma tvær brottvísanir í leiknum sem setti strik í reikninginn en strákarnir náðu oftast að svara fyrir sig í sókninni og halda þannig undirtökunum í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og jafnt á flestum tölum. Ísland var þó alltaf fyrri til að skora en þetta snerist svo við á síðustu mínútunum. Denis Buntic kom Króötum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 29-28, og strákarnir lentu á vegg þegar þeir reyndu að sækja gegn króatísku vörninni. Þeir voru þvingaðir í erfið skot sem Alilovic varði næsta auðveldlega. Ivano Balic gerði ekki mikið í leiknum en hann fiskaði þó dýrmætt víti þegar mínúta var eftir og Ivan Cupic tryggði Króötum sigurinn með því að skora úr því. Óvenjulegt var að sjá að línumönnunum Róberti Gunnarssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni tókst ekki að skora í dag þrátt fyrir nokkur dauðafæri. En fleiri mistök voru gerð á báðum endum vallarins sem reynast dýrkeypt í svona jöfnum leik. Miðað við spilamennskuna í dag er þó full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hina tvo leikina. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og ætla sér sjálfsagt að fara langt á þessu móti eins og á öllum öðrum. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á miðvikudag og nú dugar ekkert annað en sigur.
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti